Og skottið mitt er að verða 4 ára á sunnudaginn. Er ekki alveg að átta mig á þessu ..... tíminn flýgur alltof hratt. Undirbúningurinn er alveg að fara á fullt með að gera allt klárt. Við ætlum að hafa mætingu á hádegi á sunnudag og svo verður afbrigði af Írskri súpu eins og Sissó hefur alltaf gert á Írskum dögum, heimabakað brauðbollur la Sissó og svo að sjálfsögðu smá kökur :o) Adda Steina langar að fá Hello Kitty köku þannig að það er málið. Er að spá í að prufa að gera svona sykurmassakrem. Vona bara að þessi þreytta Hafdís verði komin í aðeins betra form en hún er í í dag. Ég er búin að vera þreytt í gær og vaknaði í morgun og var engan vegin tilbúin að fara á fætur. En þegar að maður á lítið skott þá er enginn miskunn.
Svoldið skrítin þessi lyf sem að ég er að taka ..... síðustu kvöld hef ég verið að hressast öll upp eftir að ég tek lyfin og fer á yfirsnúning að gera eithvað sem ég þarf nauðsynlega að gera. Ég er búin að vera taka til í skápum í stofunni og skúffum. Fara í gegnum prjónakassana mína og ýmislegt annað. Ekki það að það hafi ekki verkið komin tími á. En ég er svo þreytt í dag..... hefði örugglega sofið lengur ef að skottið hefði leyft það.
Ég fór á pjónahitting hjá RKÍ í gær. Er ótrúlega stollt hvað ég er öll að koma til innan um fólk. Finn að það er að létta á þessari fælni minni og ég er hætt að ásaka sjálfa mig og er orðin góð við sjálfan mig. En það er einmitt það sem að lyfin gera að laga hugsanavillur hjá manni. En ég er búin að vera svo ótrúlega þurr í hálsinum þegar að ég vakna. Er farin að drekka þvílíkt af vatni því að ég er svo þyrst. Ég kíkti á viktina í morgun með öðru auganu því að lyfin sem að ég er á eiga það til að vera þyngdaraukandi. Eins og ég þurfi á því að halda ! En ótrúlegt en satt er að sjá tölu sem að ég hef ekki séð í þetta árið held ég. En hinsvegar er ég ekki að einblína á þetta .... aðalatriðið er að mér líði vel. Ég finn hvað ég er að njóta þess að vera komin með fleiri góða daga. Er reyndar svoldið "hí" þessa dagana en líkaminn stoppar mig af þarsem að ég má ekki nota verkjatöflur sem er gott. Þá tek ég pásur á milli.
Jæja við skottið ætlum að gera okkur klárar .... ég ætla að fara láta taka aðeins meira í vöngunum og svo ætlar afmælisbarnið að fara í klippingu :o) Hún sagði í gær að henni langaði ekki í leikskólann í dag ... þannig að ég samdi við hana að hún fengi að mæta aðeins seinna. Ótrúlegt hvað ég er farin að hafa aðeins meiri þolinmæði fyrir hana .... þó sérstaklega á góðu dögunum. Mér finnst ég vera að læra að þekkja skottið mitt aftur.
Jæja nú er ég hætt. Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli