Já við Sissó réðumst á herbergið hennar Öddu Steinu :o)
Hérna er svo árangurinn
Báðar sáttar .....
Addan mín steinsofnaði í sófanum algerlega útkeyrð
Lúna er að uppgötva að rúmið hennar Öddu Steinu er bara yndislegt. Og svo kemst hún líka uppí það sjálf.
En mikið ósköp var ég gersamlega búin á því .... EN
Svo tók ég lyfin mín og fékk annan skammt af orku .... fór þá í að taka til í skúffum hérna í stofunni .... maðurinn minn hélt að ég væri að fara yfir um. Hann var búin að koma framm 3 sinnum til að reyna að fá mig inní rúm. Að lokum um 1 - 1.30 þá algerlega búin á því þá skreið ég uppí rúm. Í morgun var ég alls ekki til í að vakna. En það er engin miskun þarsem að skottið mitt þarf að fara í leikskóla. Akkúrat núna er ég þreytt en hugurinn er samt á útopnu. Verð samt að viðurkenna að mér finnst yndislegt að hafa þessa orku. Því að ég hef ekki komið neinu í verk þetta árið. Það hefur talist gott ef að ég hef sett í vél eða brotið saman þvott. Einnig hefur uppþvottavélin stundum verið mín vinkona annað er hægt að telja á annari hendi. Nei ... ekki alveg garðurinn ... hann er staður sem að ég get algerlega gleymt mér í. Svo mikið að ég ofgeri mig.
Mér var bent á myndband sem að Stephen Fry gerði um Geðhvarfarsýki : http://video.yandex.ru/users/stephenfry-ru/view/22/
Sjá hérna. Ég sé mig í ótrúlega mörgum. Og var með tárin í augunum bara að horfa á og sjá sjálfan mig í öðrum. En nú er nýtt tímabil og ég mun geta farið að lifa með sjúkdóminum. Það er mikill léttir á mér og minni fjölskyldu bara að vita að nú er ég farin að fá hjálp og vonandi tekst að ná stjórn á lyfjunum sem fyrst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli