fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Lífið er gott

Ég finn ekki annað en góðar breytingar á mér síðustu daga. Þannig að ég er sátt.

Í gær áttum við Adda Steina saman dag, fyrst var farið í klippingu og svo myndartöku (frí í leikskólanum). Þetta er fyrsti dagurinn sem að ég á með dóttir minni í langan tíma og ég hef "höndlað hana" Ekkert smá góð tilfinning. Nú er ég strax farin að plana annan dag þarsem að mér langar til að fara með hana til Reykjavíkur og kíkja á jólaljósinn.

Í gærkveldi var svo hittingur hjá "stelpunum í mínum bekk" alltaf jafn gaman að hitta þessar skvísur.

Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúlega stollt af mér hvað er ég komin í gott ástand .... fyrir mánuði síðan þá hefði þetta ekki verið möguleiki. Já lífið er gott :o)

Kv. Hafdís

Engin ummæli: