Já ég er að reyna að taka smá pollíönnuhól í hæðina hjá mér.
Er búin að komast af því að eitt að lyfjunum sem að ég er að taka hefur gífurlega aukaverkanir og finn ég fyrir nokkrum sem að eru þvílíkt að trufla mig þessa dagana.T.d. Sjónstillingartruflanir, Sljóleiki, Þyngdaraukning ( ég bara get ekki hætt að éta ! ) Aðrar aukaverkanir sem að ég hafði af þessu lyfi eru ekki lengur til staðar. Ég er bara búin að gefast uppá að þessar aukaverkanir breytist eithvað. Ég á að fara til geðlæknisins í næstu viku og ætla að prufa að sleppa því að taka þessar töflur. Truxal inniheldur virka efnið klórprótixen. Lyfið er sefandi og það dregur úr sturlunareinkennum sem fylgja geðklofa, oflæti og elliglöpum, svo sem ofskynjunum, ranghugmyndum og hugsanavillum. Lyfið hefur líka áhrif á ýmsa aðra geðræna þætti eins og kvíða, hræðslu, óróa, spennu o.fl.
Ég er að taka aðrar töflur við kvíðanum, oflæti er eithvað sem að ég hef ekki verið mikið að hafa áhyggjur af. Síðustu 2 nætur hef ég sofið ágætlega þó sérstaklega seinni nóttina. Vona svo sannarlega að tilfinnigin mín fyrir þessu lyfi sé rétt því að ég er svo ekki ég þessa dagana.
Ég fór á fund í vinnunni í síðustu viku ... 2 dögum fyrir fundinn þá byrjaði þetta ég gat varla sofið ... kvíðinn fór að hellast yfir mig og ég var skapstygg ( vegna svefnleysi ). En að sjálfsögðu gekk mjög vel. Planið er að ég vinni 2 daga í viku í desember svo verður endurskoðað í lok des. Mér hlakkar svo til að fara komast í vinnuna. Þetta verður challange fyrir mig.
Í morgun fór ég á Skagastaði og gerði hurðarkrans. Fór svo í húsasmiðjuna og keypti skraut til að skreyta hann með og vola. Er bara nokkuð sátt við verkið. Tek mynd við fyrsta færi.
Á morgun ætla ég að fara með Öddu Steinu í klippingu og svo er planið að bruna með skvísuna í myndatöku. Já það er þessi tími árs .... hlakka svo til að fylgjast með. Hún fékk svo flottan kjól sem að við pöntuðum frá Ameríku og hún er alsæl með hann. Strákastelpan mín getur sko alveg verið fín ef að hún vill það.
Jæja læt þessar játningar mínar duga í bili. Í guðanna bænum ekki hafa áhyggjur af mér ef að ég finn að mér hrakar eithvað þá byrja ég aftur á lyfinu / eða hef samband við geðlækninn.
Kveðja Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli