Ég er búin að vera svoldið á útopnu síðustu daga .... sem endaði á því að ég gleymdi að taka daglyfin mín 2 daga í röð. Ég hef varla verið viðræðuhæf nema nokkra tíma á dag .... fyrst eftir að ég vakna og svo þarf ég að sofna aftur því að ég er ekki húsum hæf og þá fyrst er hægt að tala við mig aftur. Ég hefði getað sofið allan sólarhringinn en litla skottið mitt kallar á athygli og þá er það mömmu athygli. Við náðum þó að eiga svoldið góða stund í dag þarsem að við vorum að skoða í jólaskrautskassana. Hún var svo spennt. Nú er búið að búa til spes jólahillu í herberginu hennar.
Seinnipartinn í dag þá var sko aðal veislan. Við héldum óvænta matarveislu fyrir mömmu en hún varð 70 ára í gær og vissi ekkert. Hélt að hún væri að koma í mat til Sigga og fjölskyldu. Við sáum fyrir öllu engir bílar lagt nálægt þannig að þetta gekk allt upp :o) Svipurinn á þeirri gömlu var yndislegur. Kolla var inná skype og var með okkur þannig að þetta var nánast fullkomið. Hefði verið það ef að hún hefði verið með okkur.
Ótrúlegt að þessi helgi sé að baki .... ég er reyndar fegin því að ég hef verið algjör tík við hann Sissó minn. En sem betur fer þá skilur hann mig svo vel og veit hvenær konan hans þarf að láta sig hverfa. Við erum orðin ótrúlega klár í þessum Pollýönnuleik.
Verð samt að viðurkenna að frammundan verða erfiðir dagar .... fyrsti dagurinn í vinnunni .... klára að kaupa jólagjafir og koma þeim af stað, skrifa jólakortin .... allt þarf þetta að gerast fyrir ákveðinn tíma og núna er ég búin að vera voðalega utan við mig tímalega séð. Farin að skipuleggja hluti á sama dag og svoleiðis fáránlega hluti. Ég þarf semsé að fara ganga með dagbókina í vasanum til að muna þá hluti sem ég á að gera hverju sinni.
Um helgina fékk ég yfir mig þessa ofurþreyttu tilfinningu að ég væri bara fyrir og þau væru betur komin af án mín. Ég er komin með ákveðið plan þegar að þessi tilfinning kemur ...... ef að mér líður nákvæmlega eins á morgun þá mun ég skoða málin. Hingað til hefur þetta virkað fínt enda þegar að þessi tilfinning kemur yfir mig þá er þetta eins og hvirfilbylur sem að kemur og fer. Finnst ég vera farin að þekkja svoldið á þessar tilfinningar sem eru hjá mér núna eftir að regla komst á lyfin. En það má engu gleyma og ekkert auka stress vera þá fer allt í vitleysu hjá mér.
Já lífið er skrítið. Er að spá í að reyna að hafa jólin eins róleg eins og hægt er og setja sjálfa mig í 1 sætið. Það koma jól eftir þessi jól. Það er fyrir mestu að Adda Steina fái að taka þátt í öllum boðunum og því sem í boði er.
Jæja ... ég ætla að fara í rúmið. Taka smá slökun á mig eftir þetta.
Kveðja Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli