Og gekk ágætlega. Tíminn fljótur að líða og skrítið að hugsa til þess að það sé vika í næsta vinnudag. Ótrúlegt en satt að fyrir nærri ári þá fór ég fyrst til læknis .... þá var aðalmálið hárblóðþrýstingur en það var toppurinn á ísjakanum. Eftir því sem að tíminn leið kom meira og meira í ljós að eithvað var að. Það var ekki fyrr en í lok ágúst sem að ég greinist með Geðhvarfasýki og er sett á rétt lyf.
Dagarnir frá sunnudeginum hafa einkennst af þessari tilfinningu að verða vera ein, sjálfsvígshugsunum og að sofa ( það er mín leið til að losna við hugsanirnar er yfirleitt best þegar að ég er nývöknuð )
En gærdagurinn í gær var ekki góður hjá mér. Ég var með grátklökkinn í hálsinum þartil að ég fór í vinnuna. Svaraði ekki símanum nema að Sissó væri að hringja. Það er ömurlegt að vera í þessu ástandi þessa dagana. En ég er á batavegi þannig það voru engar sjálfsvígshugsanir í gær. Bara svona langt niðri og þessi löngun til að sofa út sólarhringinn. Ég hafði engann áhuga á að borða nema morgunmat en fékk með lasagne þegar að ég kom heim og fór svo uppí rúm búin á því.
Ég er komin á það plan að ég höndla áreiti illa. Adda Steina er farin að einkennast að jólastressinu og er ansi stuttur þráðurinn hjá mér gagnvart henni. Sem betur fer var ekki keypt súkkulaðidagatal fyrir skvísuna því að á því þarf hún sko ekki að halda þessa dagana.
Á morgun er ekkert planað. Ætla því að reyna að fara út þó ekki nema væri fyrir aukagöngutúr fyrir hana Lúnu mína.
Svona er lífið mitt þessa dagana. Í einhverri skel og er skíthrædd við lífið og tilveruna. Nú er það 1 klukkutími í einu. En ég skal komast uppúr þessu.
Hafdís
1 ummæli:
Æi, mikið kannast ég við þessa líðan. Þú átt alla mína samúð. Eina ráðið er að vera jafngóð við sig / tala tillit til síns eins og ef þú værir með 40 stiga hita; þessi líðan er fullkomlega sambærileg við það. Gangi þér sem allra best að höndla einn klukkutíma í einu.
Skrifa ummæli