fimmtudagur, 7. apríl 2011

Nú styttist í heimferð

Já og ég er á seinni nóttinni af 2 í þetta skipti. Það hefur gengið bara ótrúlega vel ég er ekki að segja að þetta hafi verið létt. Ég var alveg búin á því klukkan 18 og leið eins og ég var inni viku 2 þegar að farið var að taka svefninn í gegn. Ég þraukaði frammyfir 21:30 sem telst nokkuð gott á minn mælikvarða.

En núna er kvíðinn að stríða mér. Ég var vöknuð klukkan 5:30 og fann hvernig kvíðinn var að byrja heltaka mig. Ástæðan ég er að fara keyra suður , þarf að fara í blóðprufu ( síðast tók það 6 stungur og 2 hjúkkur og guð má vita hvað langan tíma það tók, og svo er ég náttúrulega að fara í viðtal við geðlækninn en það er nú ekkert sem að mér kvíður fyrir. Veit að það verður ákveðinn léttir að vera kominn á staðinn og geta lagst uppí rúmið með mp3 og hlustað á slökunarmúsik.

Hvernig fjölskyldan tekur í það er misjafn nánast öllum finnst þetta frábært og eru ánægð fyrir mína hönd en svo er ákveðið systkinnanna minna sem að finnst brjálæði að sleppa þessari konu lausri þar sem ekki er búið að kenna mér að höndla allar aðstæður eins og t.d. þegar ég fæ sjálfsvígskast. Það sem að ég hef lært núna á þessum rúmlega 7 vikum er að láta vita um ástandið. T.d. eins og áðan. Ég talaði við læknirinn á vaktinni og hún sagði mér að ég mætti taka kvíðatöfluna ásamt smá vatni. Sem er náttúrulega einmitt það sem að ég þurfti akkúrat núna til að ná mér niður. Og ég mun ekki hika við að hringja uppá deild ef að ég kemst í þannig aðstæður að mér finnast öll sund vera lokuð. Svo er náttúrulega ekki nema 40 mín. að bruna til þeirra ef að því er að skipta.

En það sem máli skiptir að það er ég sem að finnst ég vera tilbúin og það er svo geðlæknisins að meta það eftir því hvernig gengur t.d. þessi ferð mín og helgin. Við eigum fund á mánudagsmorgun það sem þetta kemur allt í ljós. Ég bara finn og veit að nú líður mér best heima með fjölskyldunni minni og dýrunum.

Svo er ég líka á fullu að hugsa um hvernig næstur vikur munum fara af stað. Ég ferð áfram í VIRK, var byrjuð í ræktinni með sjúkraþjálfara, hittir geðlækninn og sálfræðinginn 2 í viku, og það mun eflaust bætast við eftir því hvernig líður á. En nr 1 , 2, og 3 ég fæ að vakna með dóttir minni og fara með hana á leikskólann og þessar stundir eru ómetanlegar. Svo veit ég að margir eru boðnir og búnir ef að ég skildi fá slæman dag til að taka skottið mitt.

Semsagt með gleði í hjarta og full sjálfstraust stefni ég á síðustu helgina á 32 C.

Kveðja Hafdís

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel með allt elsku Hafdís, hugsa til þín. Knús, Elsa.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér ótrúlega vel og ég hlakka mikið til að hitta þig og fá að taka utanum þig, sendi þér hlýja strauma!
kær kveðja,
Helga Arnar