þriðjudagur, 12. apríl 2011

Enn ekki útskrifuð

Helgin er búin að vera ansi erfið ásamt gærdeginum. Það  byrjaði í raun á föstudagsmorguninn og svo hélt þetta ástand áfram á föstudagskvöldinu og út helgina. Þetta kom svo aftan að mér því að ég var svo tilbúin að fara heim og skil því ekki hvað olli þessu hjá mér. Ég  náði að fara 1 rúnt með Sissó og Öddu á laugardeginum og svo heimsóttu þau mig á sunnudeginum. Ég var ekki húsum hæf meira og minna alla helgina. Á sunnudagskvöldinu fór ég svo í sjálfsvígsástandið og það hélt áfram á mánudagsmorgninum. Þannig að í dag er ég þreytt en er komin heim og verð í 2 nætur. Nú verða hlutirnir teknir í litlum sporum. Enn er verið að eiga við lyfin og nú er verið að minnka Litarexið í 1 töflu úr 3. Þetta er lyfið sem átti að hjálpa uppá sveiflurnar hjá mér en gerður mig algerlega flata og tilfinningalausa. ( held að það eigi allavegana stóran hlut í því ). Í síðustu viku var aukið Flúoxitinið uppí 3 töflur. Það eru töflur við þunglyndi og hafa einnig áhrif á kvíða. Í gærmorgun þegar ég vaknaði var púlsinn hjá mér 128. Sem er náttúrulega bara fáránlegt. Í nótt vaknaði ég kl. 5 við hausverk og þá var hann 115. Ég fékk paratabls og náði að sofna eftir dágóða stund.
En það sem gerðir daginn í dag var svæðanuddið sem að ég fór í í morgun. Ég naut þess í botn. Svona fyrir utan hjartsláttinn og hausverkinn.

En nú ætla ég að ná þessu niður svo að ég geti farið að útskrifast. Á morgun eru 8 vikur sem að ég hef verið inni. Það er í raun og veru ekki það sem þessi deild á að gera. Þetta kallast bráðadeild og stoppa flestir stutt. En svo er einn og einn semstaldrar lengur við svona eins og ég.

Núna er Lúnan mín svo ánægð með að hafa mig þannig að ég ætla að næla mér í smá knús. Svona áður en við sækjum Ödduna.

Kv. Hafdís.

Engin ummæli: