mánudagur, 30. maí 2011

Fjölskyldufundur og fleira

Sunnudagurinn gekk mjög vel framanaf. Ég fór og heimsótti fyrrum mágkonu mína og áttu við góða stund. En svo bara kláraðist út af batteríinu. Ég brotnaði niður þegar að ég kom á spítalann og fékk kvíðatöflu sem að kom mér í jafnvægi og ró. Restina af deginum eyddi ég svo í ró og næði.

Svo fór ég að hafa áhyggjur af því að ná ekki að sofa almennilega um nóttina þarsem að laugardagsnóttin var ekki svo góð. Þannig að ég barðist fyrir því að fá eithvað sem að ég myndi pottþétt sofa af. Endinginn varð sú að ég fékk 15 mg af Truxal í viðbót. Ég fór í rúmið um kl. 9 en gafst upp kl. 11 og fór framm. Ég endaði á að fá 1 svefntöflu í viðbót og endaði ég loksins á að ná svefni og svaf þartil að Sissó kyssti mig 8:45 um morguninn þannig að ég komst ekki einu sinni í sturtu eins og ég ætlaði mér.

Á fundinn mættu mamma og pabbi, tengdamanna, Skafti hennar Þóreyjar, Linda, Fríða vinkona, Valey ráðgjafi minn. Siggi bróðir var í sveitinni og ég hvatti hann til að njóta þess hann myndi geta fengið upplýsingar frá okkur og jafnvel mætt á annan fund sem haldinn verður þegar að Kolla og Þórey koma heim.

Ég er ennþá svoldið að átta mig á hvernig mér líst á næstu 2 vikur. En planið er að ég fari í stíft prógramm hérna í 2 vikur þarsem að ég mun hitta geðlækni og sálfræðing. Ég mun vera í iðjuþjálfun og hreyfingu og kannski einhverju meir.

Það voru held ég allir mjög ánægðir með fundinn og er almenn ánægja með hversu opið var talað um málefni mín. Ég vildi óska að allir gætu talað svona eins og ég. Þegar að uppi er staðið er það bara svo gott fyrir sálina.

Jæja nú er ég algerlega búin á því þannig að ég læt þetta duga að sinni.

KV. Hafdís sem er svoldið þreytt á sálinni í dag.

Engin ummæli: