laugardagur, 28. maí 2011

Helgarfrí

Gærdagurinn var mjög skrítinn. Hann einkenndist af mjög öru skapi og ég vissi ekki stundum í hvort fótinn ég átti að stíga í. Ég gat varla setið kyrr.

Fríða kom í heimsókn og við fórum að plana hvað við getum gert þegar að Kolla kemur eithvað sem er svona  Hafdísarvænn. Vorum komin með þetta fína plan matur heima hjá Fríðu og taka það bara rólega, og njóta þess að vera saman. Og svo að hafa sleepover saman ..... en aðalatriðið var að Kolla kæmi með uppáhaldsbjórinn okkar Fríðu frá Ameríku svona eins og eina kippu. Verst að ég man ekki hvað hann heitir en þetta er bjór sem að fólk getur drukkið sem að drekkur ekki bjór ! Ég og Fríða erum til vitnis um það.
Ég sæi þetta alveg fyrir mér að ég yrði full á eins og 1 :o) Hef nánast ekkert drukkið í 6 ár eða svo. Það var svo ótrúlegt hvað þetta gaf mér mikið og sólargeisla í hjartað mitt. Ég fór bara að gráta þegar að Fríða fór.

Ég var nú ekki alveg hætt því að þetta var svona hyber dagur ég jafnaði mig fljótt og eftir kvöldmatinn þá skellti ég mér í göngutúr og það var náttúrulega ekki nóg þannig að ég hringdi í hana Möggu fyrrverandi mágkonu mína. Hún býr nánast í þarnæstu götu við spítalann og í þessi 3 skipti sem að ég hef komin hingað þá hef ég ekki haft mig í að hringja en ég gerði það í gær. Var ógeðslega ánægð með mig og svo náttúrulega varð síminn batteríislaus. Tíbískt ég ! Þegar að ég kom svo heim þá var Magga bara á leiðinni til að bjóða mér á rúntinn. Ég fékk leyfi til að vera úti til kl. 11 já ég veit .... maður er í pössun hérna. Ég átti nú ekki von á öðru en að ég yrði löngu komin til baka en þarsem að síminn var batteríislaus þá var ég algerlega sambandslaus og tímalaus. 11.10 þá fattaði ég að ég þyrfti að koma mér til baka áður en það yrði líst eftir mér. Ég endaði á að skila mér 11.40. Og svipurinn á fólkinu sem að ég fékk....... ég hélt að ég yrði tekin þvílíkt á teppið en það voru svo allir ánægðir að ég væri búin að skila mér. Það versta var að það var búið að hringja í Sissó þannig að hann var ekki rólegur. En skildi þetta þegar að ég sagði honum það. Það var mældur blóðþrýstingur og púls .... og við skulum bara ekkert ræða það !
Ég brotnaði svo bara niður þegar að ég áttaði mig á hvað ég gerði Sissó og staffinu. Það endaði með því að ég varð að setjast niður og róa mig. Held að ég hafi sofnað um 1.30 - 2.

Endaði svo á því að vakna alltof snemma og ég var mjög þung .... leið illa enda illa sofin og náði mér engan veginn niður. Endaði á að fara framm og borða morgunmatinn og taka lyfin mín. Blóðþrýstingurinn var svo tekinn í kringum hádegi og var ég alltof há aftur ! Ég veit ekki hvað er að gerast. Annað en að ég verð að fá mína 10 tíma annars eru dagarnir rosalega erfiðir. Það er svo stutt í botnin.

Jæja ég ætla að skella mér í smá göngu er búin að vera að spá í þetta og held að ég hefði gott af því .... sp. um að taka James Taylor og raula með.

Bið að heilsa að sinni ...... ég krosslegg putta í kvöld. Kv. Hafdís

P.s. Sissó, Adda og Lúna eru á Akureyri og ég sakna þeirra svo mikið og mér langar svo að fara heim.
er farin að verða raunsæ á það að ég fer varla heim á mánudaginn verð að ná nokkrum góðum nóttum áður en það verður en hver veit kannski vilja þau bara losna við mig :o)

Engin ummæli: