sunnudagur, 22. maí 2011

Svefnleysi og aftur svefnleysi

Þetta ætlar ekki að ganga hægt og hljótt að koma sér á lappirnar. Svefnin hefur ekki verið í lagi síðan á miðvikudag fyrir 1.5 viku. Í nótt náði ég mér ekki niður fyrr en 5.30 ! Addan mín vakti okkur svo rétt fyrir 8 frekar slöpp. En alsæl eftir að stíllinn fór að virka. Hélt að hún væri orðin frísk afþví að henni leið svo vel.

Já þessi helgi er búin að vera mjög skrítin. Hún hefur einkennst af óróleika, svefnleysi, ástandi og svoldið að átta mig á hvað þarf að breytast í kringum mig ef að ég á að hafa vinninginn. Ég vona svo sannarlega að það sé hægt að laga það sem hægt er til að ég geti farið að sjá sólargætuna. Eins og er gerist það ekki oft. Addan mín fær mig til að brosa og dýrin. Og Sissó af og til. Hann er bara að verða svo alvarlegur sem að mér finnst hrikalegt. Það minnir mig bara á hve tíminn er dýrmætur. Í huga mínum er hver helgi orðinn þannig að ég geng útá plankann og svo er það bara spurning heldur hann eða hvað. Það er farið að hrikta í stoðunum all verulega.

Á morgun á ég að fara uppá Lansa að hitta geðlækninn minn og ég veit að það á eftir að verða ansi erfiður tími. Ég er mest hrædd um að hún leggi mig inn það að svefn munstur mitt er komið í vitleysu er ein vísbendinginn svo er þetta með að sjá til sólar. Ég er föst í mýri og því meira sem að ég hreyfi mig því meira síg ég niður. Ég er að panika á því hvernig allt er að falla í kringum mig eins og Dominókubbar.
Ég er að verða farþegi án þess að hafa keypt mér farmiða.

En hvað sem gerist á morgun þá er það dagurinn í dag. Maður fylgir náttúrulega með fréttunum af gosinu. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta ofurlítið fyndið þarsem að dómsdagurinn átti að bresta á okkur. Grey karlinn að fá bara skitið gos á Íslandi sem truflar sennilega flug og minnir okkur á að jörðin sem að við búum á er bara í láni hjá okkur. Við getum ekki gert hvað sem að okkur dettur í hug. En það eru alltaf einhverjir sem halda að þeir geti allt og ætla sér allt. Held að það hefðu allir gott að því að stíga til baka og taka 1 dag í hægagangi og sjá hvort að heimsendir komi nokkuð.

Kletturinn minn hún Valey er búin að reynast mér ómetanlega. Er ekki viss um að ég væri hér ef ekki fyrir hana. Hún skilur mig svo vel sama hversu svartir hlutirnir eru. Að losa fjölskylduna frá mestu áhyggjunum munar helling. Eins og mamma og pabbi sögðu í gær. Þau héldu að vikan væri bara fín. Ég var bara eins og ég á að mér að vera. Já þessi sjúkdómur er skrítinn að þeir sem eru manni næstir þeir sjá ekki þegar að maður er hvað veikastur en svo hitti ég Valey og ég þarf ekki að segja neitt. Á föstudaginn eftir að ég talaði við hjúkrunarfræðing uppá deildinni minni þá hringdi hún eins og hún hefði fengið hugboð. Ótrúlegt. Við spjölluðum aðeins í gær og ég sagði að ég myndi vel skilja hana ef að hún myndi ekki treysta sér í áframhaldið en það væri eins og ég væri að segja henni eithvað fyndið. Ég myndi ekki losna svona glatt við hana og við myndum halda áfram að berjast. Stundum er hún hetjan mín sem drífur mig áfram.

Talandi um hetjuna var að fá sms frá henni og ætla að kíkja til hennar.
Kv. Hafdís

2 ummæli:

Lilja Halldórs sagði...

Elsku Hafdís, vona að þér líði betur, er alltaf til í að taka göngu með þér eða bara hittast í spjalli. Eigum við ekki að láta verða að þvi eins og við vorum búnar að áætla hérna áður fyrr :) Hugsa til þín. Kveðja LH

Hafdís sagði...

Elsku Lilja mín þú veist ekki hversu oft ég er búin að hugsa til þín. Málið er að mér finnst ég aldrei hafa nógu góða andlega heilsu til að hitta fólk sem að ég hitti ekki reglulega. Sem eru reyndar ekki margir. Ég geri mér grein fyrir því að lífið mitt er mjög einangrað og skrítið og mér finnst ég hafa um svo lítið að tala við fólk. Stundum er maður sjálfum sér verstur. En við skulum láta verða að því núna þegar að ég kem heim. Það er stefnt að því á mánudaginn. Takk fyrir Lilja að styðja svona við bakið á mér. Kemur mér alltaf á óvart að fólk skuli ekki vera búið að gleyma mér eftir allan þennan tíma.