Ég fór til sjúkraþjálfans .... enn er ekki komið í ljós hvort að Tryggingarstofnun taki þátt í kostnaði á næstu 10 tímum. Ef ekki þarf ég að borga um 4000 kr. fyrir tíman í stað tæpar 900 kr. Þetta er svosem alveg í takt við mína veikindasögu. Ég virðist þurfa berjast fyrir öllu og bíða þartil að ég sigli alveg í strand.
Í gær braust út óróleikinn sem er búinn að vera á sveimi í kringum mig. Þetta var eitt af erfiðustu köstunum sem að ég hef tekið. Ég endaði á að fara niður á vita og horfa á sjóinn og vega og meta kostina og gallana á lífinu. Þarf sjálfsagt ekki að nefna kostina en þeir eru:
- Sissó og stelpurnar ásamt dýrunum
- yrði kannski amma og myndi elska það hlutverk
- veit ekki afhverju en mig langar að læra að syngja
- gera góðverk það eru svo margir í kringum mig búnir að hjálpa mér að mér finnst ég skulda heilan helling.
Gallarnir voru ennnú fleiri og alvarlegri :
- finnst of erfið að höndla fortíðina ( misnotkunina og þögnina öll þessi ár )
- er farin að hata líkama og sál
- fjölskyldan er búin að sundrast vegna mín ( Þórey systir er ekki að höndla ástandið mitt ) og veldur þetta því spennu og eru mamma og pabbi á millu. ég varð að taka ákvörðun þarsem að ég var ekki að höndla ástandið. Ég reyndi að tala við hana en hún var eins og ísjaki. Ég er að sjá mömmu og pabba vera bugast. Pabbi fór til læknis og fékk lyf vegna þess að hann var að bugast.
- Sissó minn er búinn að vera sterkur í svo langan tíma en ég veit það að það er ekki hægt að vera sterkur til lengdar. Mér finnst ég vera að draga hann niður með mér.
- er að missa lífslöngunina með hverri helginni sem líður.
Ég talaði við geðlækninn á þriðjudaginn. Hún stappaði í mig stálinu og sagði að nú færi þetta að koma. Þunglyndið farið en eftir er strípuð sálinn sem má ekki við neinu. Við ræddum m.a. hvort að ég gæti komið reglulega í hvíldarinnlagnir þar sem að helgarnar eru mér altaf verstar. Að undanförnu hafa þetta verið hver einasta helgi og síðustu 2 vikur hafa ekki verið margir dagar á virkum dögum sem að mér hefur liðið vel á. Við eigum að hittast á mánudaginn verð að viðurkenna að þetta verður mjög erfiður tími því að það verður margt sem ég þarf að opinbera.
Í gær þegar að ég fór niður á Breið þá hringdi ég suður á deildina mína. Valið stóð á milli þess að fara eða hringja. Eftir erfiða ákvörðun þá hringdi ég og talaði við konu sem að mér líkar rosalega vel við og þekkir hún mál vel. Við fórum í gegnum þetta allt saman. Og hún spurði hvort að ég vildi koma suður og koma í viðtal ( sem myndi þá ákvarða hvort að ég yrði lagt inn ). Ég var ekki tilbúin til þess .... ég hugsaði vel og lengi um það en komst að því að mér líður best heima og ég verð að taka hvern klukkutíma fyrir sig á þessum dögum. En hún sagði mér að hringja hvenær sem er.
Það erfiðasta var að koma heim og horfa framaní Sissó minn og viðurkenna í hvaða sporum ég hafi verið í stuttu áður. Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem að hann horfir á konuna sína með vonleysið í augunum og gerir sér grein fyrir hvað þarf lítið til að ég fari.
Ég geri mér grein fyrir því að fyrir þá sem hafa aldrei þurft að upplifa þunglyndi eða að hafa horft á vin eða fjölskyldumeðlim í þessum sporum þá er þetta ótrúlega kalt og óraunverulegt. Og sjálfselska myndu sumir segja. Í mínum huga snýst þetta um að gera það sem best kemur mínum nánustu. Ég er búin að vera í þessum veikindum það lengi að það er farið að hafa of mikil áhrif mína nánustu. Ég veit að mín barátta af botninum er rétt að byrja og ég á eftir að þurfa að vera á krossgötum æði oft. Einnig að þetta tekur tíma sem enginn veit hversu lengi það verður. Ef einhver vill ekki lengur fylgjast með mér þá skil ég það vel því að það er ekki auðvelt að lesa mínar nánustu tilfinningar ( strípaða sálina eins og ég segi ).
Læt þetta duga að sinni
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli