sunnudagur, 12. júní 2011

Ég sló metið 8.5 klt. svefn eftir 1 nóttina heima.

Ég er alsæl að vera komin heim þó ekki sé nema fyrir 2 nætur. En ég finn að ég er á útopnu og langar að gera allt. Er búin að fara í 2 heimsóknir til fólks sem að ég átti ekki von á. Ein .... engin með mér.

Þessi dagur er búinn að vera góður ég fór í göngutúr með stelpurnar mínar í morgun og svo var skellt sér í smá garðvinnu. Svo var svona eitt og annað sem að ég gerði. Við toppuðum svo daginn á að skella okkur uppá Þórisstaði. En þar hafði Siggi bróðir og fjölsk. komið sér vel fyrir í nýja fína fellihýsinu sínu.

Nú er ég þreytt sátt .... með smá tár í augun og get ekki sofnað !

Svona er þetta upp og niður vona bara að ég nái góðum svefn því að það skiptir öllu.

1 ummæli:

Lilja Halldórs sagði...

Hæ skvís, bara að kvitta fyrir innlitið :) Baráttukveðjur til þín og gangi þér áfram svona vel. Heyrumst síðar :) kv Lilja