Ég negldi takmark vikunnar sem var að labba laugarvegur-tjarnargata-hringbraut og 32 C samtalst 1 klt. labb. Það er metið mitt síðan guð má vita ...... en ég er ógurlega stolt af mér.
Í fyrramálið fer ég svo til sála þannig að það verður einkar áhugavert í ljósi þess að hann er búinn að baila á mig 2 í þessari viku. Þetta segir svoldið um hversu mikla klt. maður er að fá frá fræðingunum. Það er 1 klt í viku. Já ótrúlegt en satt.
Á þriðjudaginn er svo fundur þarsem að tekinn verður ákvörðun með áframhaldið. Um helgina hinsvegar má ég fara heim í 1-2 nætur. Fer svoldið eftir nóttinni en síðustu 5 vikur hef ég verið að sofa 4-6 klt. AMEN
Stelpurnar ætla svo að koma á morgun og ætlum við að hafa stelpudag. Það verður rosalega gaman ég get varla beðið er strax orðið spennt og óróleg. Er eins og lítið barn á jólum sem bíður eftir að opna pakkana.
Hitti Helgu Rós í mýflugnamynd í gærkveldi. Hún kom með fullan poka af fötum og er ég í skýjunum yfir því að vera búin að fá ný föt. Fatarskápurinn var ansi tæpur orðinn þarsem að ég er í minni þyngstu þyngd þetta árið. Já þetta ástand tekur á mig og ég er engan vegin að höndla þessar breytingar sem hafa orðið á síðustu 5 vikum. En hún Helga mín lítur út eins og nýsprungin rós. Búin að taka sig á á líkama og sál. Enda voru þetta víst 6 vikur sem að hún var úti. Hérna er mynd af henni .... er ekkert smá stollt af henni !
Svei mér þá ef að hún er ekki bara lík mér :o)
Kv. Hafdís
1 ummæli:
Njóttu þess að vera með stelpunum þínum. Og rosalega lítur Helga Rós vel út, enda ekki langt að sækja :-)
knús, Elsa
Skrifa ummæli