Hver dagur hefur gengið svo ótrúlega vel. Ég nýt hvers dags eins og hann væri minn síðasti og ég gæti barasta alveg vanist þessum dögum.
Það er verið að minnka Truxal skammtinn minn um 15 mg. Og vona ég að ég finni ekki fyrir miklum breytingum af því. Ég er svoldið spennt að taka það út það gerir mig svo þreytta.
Svo er Kolla náttúrurlega komin heim og ég er að skemmta mér svo vel með henni. Í gærkveldi kom Fríða og við elduðum svo rosalega góðan mat að við vorum á meltunni í góðan tíma. En það var yndislegt við töluðum um alla heima og geima en aðalega bara gömlu góðu stundirnar og þær sem við eigum eftir. Erum að stefna að fara á ball á írskum dögum. já meirað segja ég .... mig langar rosalega að fara.
En eins og svo oft áður þá er tekinn einn dagur í einu.
Í dag er ég að fara til sála og svo á annan stelpuhitting ég er að njóta þess í botn að vera án Sissós og Öddu. Helga Rós sé ég bara í mýflugnamynd þarsem að hún er alltaf að vinna.
Jæja Off I go ..... bið að heilsa kæru vinir og takk fyrir stuðninginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli