miðvikudagur, 1. júní 2011

Skrítnir þessir síðustu dagar hérna hjá mér. Ég átti 3 hrikalega erfiða daga andlega og líkamlega. Ég var ekki að ná fullum svefni þessa dagana og er eins og vitleysingur hérna á kvöldin. Veit eiginlega ekki hver ég er þessa dagana. En vona samt að ég fari að komast í jafnvægi. Í dag var fyrsti endurhæfingardagurinn minn. Ég var í iðjuþjálfun í innslætti á verkefni til hádegis og svo fór ég i göngutúr með Fríðu eftir matinn. Við fórum á Te og kaffi og ég smakkaði eithvað sem hét te latte ..... mjög skrítið ... eiginlega svona flóuð mjólk með smá kanilbragði og sætuefnum. Svo var komið að aðaldekrinu fyrir mig. Svæðanuddið ..... þetta er það sem að heldur manna við efnið þegar að ég er hér.
Svo fékk ég þær góðu fréttir að ég væri að fara flytja í svítu. Var ekkert smá fegin að hafa gert það því að ég er að fríka út á þessu ástandi. Svo er meðvirknin að fara með mig. Þannig að nú er 1 sti dagurinn minn hérna inni ég fór ekki inn á réttum ástæðum en var engan vegin tilbúin til þess. Það er þetta með botninn.

Verð að viðurkenna að mér finnst oft orðið auðveldara að tala við fólk hérna inni því að maður getur látið allt flakka það er ekkert vitlaust sem að ég segi. Hef verið að hugsa aftur í tímann hvort að ég muni eftir svona einkennum en þetta er ennþá svo nýgreint að ég hef varla náð áttum.

Er farin að sakna allra svo mikið ..... ég er með þvílíkt tómarúm inní mér þessa dagana. Gæti nánast verið Palli var einn í heiminum. Svo sveiflast ég eins og ég væri í dansi við tilfinningarnar og það er ansi stutt í allt.

Er að spá í að fara djúphugsa hlutina svoldið á næstu dögum. Fara að hugsa hvað ég er komin með frábært Team á bak við mig og þau ætla sér að koma mér í gegnum þetta.

Engin ummæli: