Það er allt að gerast hjá mér núna.
Fékk símtal frá Reykjalundi um að ég ætti að koma í viðtal 19 júlí. Verð að viðurkenna að ég er mjög spennt yfir þessu. Hef það á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða vendipunktur fyrir mig. Ég ræddi þetta við sála og hann sagði að hann myndi vinna áfram með mér áfram ef að ég kæmist inn. Þannig að nú á ég bara eftir að hitta sækó og þá kemur það í ljós hvað verður.
Ég fór í yndislegan hitting í dag. Við Valey hittum hana Helgu vinkonu okkar en það vantaði 4 dekkið undir en
Harpa er stödd í útlöndunum þannig að hún kemur bara næst. Ótrúlegt en satt vorum allar að gera handavinnu og sátum heila 2 klt. í sólinni. Ef að ég fer ekki að bakast þá veit ég ekki hvað.
Mér líður ótrúlega vel ..... vildi bara að ég hefði meira úthald á skottin mín tvö. En það er víst ekki hægt að ráðast á allt í einu. En planað er að ég fari á námskeið í ca. ágúst sem er sérstaklega ætlað fyrir fólk með Borderline persónuleikatruflanir. Verð að viðurkenna að ég er farin að hlakka til að takast á við þetta allt saman.
Enn er þetta þessi línudans á hverjum degi en ég er að verða sterkari til að takast á við þetta daglega líf. En engu að síður eru sumir dagar erfiðari en aðrir. Sjúkraþjálfarinn minn er í sumarfríi þennan mánuðinn þannig að ég þarf að passa extra vel hvað ég tek mér fyrir stafni. Og nú er sáli líka komin í frí. En ótrúlegt en satt þá fer það bara vel í mig.
Við erum farin að plana ferð vestur á þriðjudaginn í bústaðinn. Svona til að halda uppá 2 ára brúðkaupsafmælið okkar sem er aðeins seinna í mánuðinum. Ég er að verða mjög spennt. Lít á þetta sem algjöra slökunarferð. Skottið er að fara yfir um af æsingi.
Jæja læt þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=0&do=view_grein&id_grein=3576
Engin ummæli:
Skrifa ummæli