miðvikudagur, 6. júlí 2011

Síðustu 2 daga hef ég verið veik með hita , beinverki og verk sem liggja útí eyra. Í gær fór svo sálartetrið á smá yfirsnúning. Það er einfaldlega of mikið í gangi. Sissó var að fara vestur, Kolla, Linda og Helgi að fara til Ameríku, Helga Rós að vinna non stop. Og ég fékk algert flash back þegar ég var ein með hana síðast. Að lokum endaði ég inná geðdeild. Þó svo að ég hafi náð bata síðan þá þá er þetta ansi fast í sálinni hjá mér. En ég er búin að redda deginum í dag. Hún er hjá Sigga og Margréti eftir að Jófí passar hana og svo gistir hún hjá Hörpu í kvöld. Svo tek ég stöðuna á morgun.

Ég er búin að fá 2 áföll síðan að ég var útskrifuð fyrir 4 vikum síðan. Annað stóð í 2.5 dag og hitt  var BARA í hálfan dag. Þannig að hlutirnir eru búnir að ganga ótrúlega vel. Enda tiplar maður alltaf á línunni.

Ég var að hlusta á viðtal við prest sem hafði talað um misnotkun í líkræðu konu, sem varð fyrir meintri misnotkun. Maður spyr sig hvenær er réttur tími að segja frá eða á maður að vera með þetta á sálinni til dauðadags ? Þetta situr alltaf í manni og það þarf ekki nema svona frétt til að koma við mann.

Á morgun er ég að fara hitta sækó. Verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hvernig ég á líða fyrir morgun deginunum. Ég hef í þessi 2 skipti fengið hugsanir fljúgandi frammhjá mér um að ég muni ekki ná alla leið. Það er svo stutt í þessa hugsun þegar að maður er brotinn. Ég vil vera sterk svo að ég geti stöðvað þetta áður en þær fljúga frammhjá.

Ég hef verið að hringja í Reykjalund og minna á mig. Ég fékk þau svör að ég gæti jafnvel komist að í ágúst. Ég þori nú ekki alveg að trúa því en það er komin tími á nýjan happavinning fyrir mig.

Jæja ég ætla láta þetta duga að sinni.
Kv. Hafdís

Engin ummæli: