Jæja ég er öll að koma til og aðlagast. En svefninn er að stríða mér ennþá þannig að ég veit ekki hvað verður með það. Í dag er þéttskipað plan hjá mér þannig að það er tekinn klt. í einu og svo áður en ég veit af þá verð ég komin heim.
Í gær fór ég í 1sta sinn í tækjasalinn og tók vel á og á svo að fara aftur á eftir. Verð að viðurkenna að líkamlega getan en mun meiri en sú andlega. Ég er að verða vitlaus á að hafa þessar hömlur á mér. Svo í gær fór ég líka í viðtal sem tók 1.5 klt aðeins. Ég var algjörlega útkeyrð eftir það. En það koma góðir hlutir útúr því. Man bara ekki alveg hvað það var en það byrjar í næstu viku. Einnig verður stefnt á að hafa fjölskyldufund fyrir Sissó og Helgu Rós. Þannig að ég er mjög hissa hversu víðtæk hjálpin er hérna. Í dag er ég svo að fara í tómstundahóp. Það ætti að verða mjög gaman. En ég er líka að fara í 2 viðtöl 1 við Veru sem er hjúkrunarfræðingur og ætlar að vinna með kvíðann með mér og svo við lækninn minn. Það verður áhugavert að vita hvað kom útúr svefnrannsókninni og hvort að hann muni bæta á mig lyfjum. Ég á alveg eins von á að hann setji mig á eithvað til að slaka á nóttunni svo að ég nái að sofa heila nótt. Þetta er ekki alveg að gera sig eins og staðan er í dag. En við sjáum til.
Litla skottið mitt er orðið svo spennt á að hitta mig að hálfa væri nóg. Ég kem sko klukkan 3 hún er sko alveg með þetta á hreinu :o) Það verður gott að koma heim og ekki sakar að það er 3ja daga helgi.
Jæja ætli það sé ekki best að hætta þessu. Ég læddi mér hérna framm þarsem að herbergisfélagi minn sefur enn og ég ekki alveg á sama tíma og hún í svefninum.
Góða helgi allir saman kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli