Jæja þá er ég komin inná Reykjalund. Verð að viðurkenna að stofnanahrollurinn skreið niður bakið. En starfsfólkið er yndislegt. Í dag er ég búin að fara í viðtal til sjúkraþjálfa þarsem að ákveðið var stundaskráin mín og svo var skellt sér á fyrirlestur um svefn. Og að lokum var farið í 2 km göngu og ég rétt marði það. Var eithvað ekki alveg í lagi.
Á morgun er ég að fara í göngupróf, sundleikfimi og svo verður 1 km. ganga. Meira veit ég ekki um en það er hellingur í boði sem er mjög spennandi.
Ég var svo heppin að þekkja 2 stelpur hérna þannig að ég er nú ekki alveg ein á báti. En það verður 1 dagur tekinn í einu.
Addan mín er strax farin að sakna mömmu sinnar. Hún ætlaði ekki að sleppa mér úr símanum. Þetta er svo erfitt. Ætli þessir virku dagar verði ekki erfiðir.
Jæja ég læt þetta duga að sinni. Er að tala við Amerkíku á Skype :o)
KV. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli