föstudagur, 15. júlí 2011

Komin heim aftur og ég verð að viðurkenna að tilfinningin er bara ans... góð.

Þarna er mynd af mér þarsem að ég er að mála steina mjög upptekin
og skottið mitt
Við mæðgurnar að mála
Lúna sveitahundur með meiru
svo voru það karlmennirnir sem elduðu

Ég var útkeyrð þegar að ég kom heim ..... þetta ferðalag fór alveg með mig. Ég er í tilfinningarússibana eins og er og svo er næsta vika farin að sækja á mig en þá á ég að fara í viðtal á Reykjalundi og til sækó.

Mér finnst ég bara ekki þekkja mig á andartökum eins og núna. Ég veit ekki í hvorn fótin ég á að stíga í og er bara ekki svo viss um að ég sé nógu sterk í það sem frammundan er. Er skíthrædd það er sennilega rétta orðið fyrir þetta. Nú er komin tími til að breyta og ég verð að vera tilbúin þegar að kallið kemur. Akkúrat núna er ég það ekki en ég vona að ég nái að ná áttum um helgina. Það bara verður eithvað að fara gerast hjá mér ég get ekki tipptóað þetta lengur.

Skrítið að upplifa þá tilfinningu að vita ekkert hver maður er lengur. Ég er búin að vera í einhverju endurminningarkasti að undanförnu og finnst eins og ég viti ekki hver þessi kona er sem ég er búin að vera í 40 ár. Svoldið svona eins og ég hafi verið að vakna upp eftir svefn í 1000 ár ! Gæti maður ekki bara spólað til bara og byrjað uppá nýtt ? Eða þá lokað fyrir minningarnar og byrjað uppá nýtt svo að þær brjóti mann ekki stöðugt niður ? Væri ég til í það ..... já ótrúlegt en satt. Ég á myndir af því sem að ég vil muna en það er alltof margt sem ég man ekki og hræðist það að fá þær minningar aftur. Ég vil eiga ljúfar og góðar minningar sem að fær mig til að líða vel. Ekki eithvað sem fær mig til að verða hrædda og litla inní mér.

Já þetta er skrítin bloggfærsla í dag en svona líður mér bara. Langar mest að loka mig inni í nokkra daga og finna sjálfa mig aftur.
Kv. Hafdís

Engin ummæli: