mánudagur, 18. júlí 2011

Já það er stutt á milli hjá mér þessa dagana. Ég var rétt farin að halda haus eftir að hafa komið að vestan en þá tekur við spenna og kvíði vegna viðtalsins á Reykjalundi í dag.

Það eru svo margar tilfinningar búinar að fara í gegnum huga mér .... hræðsla við að ég muni ekki geta þetta, að ég sé ekki á nógu góðum stað til að komast inn, og hvort að ég væri yfirhöfuð tilbúin. Þegar að maður fer inn þá fer maður til að breyta lífinu og það er ansi stórt skref. Ég sem er öll í litlu skrefunum þessa dagana !

En hvað sem verður þá fer ég í þetta viðtal og reyni að halda haus og krosslegg fingur á meðan.

Restin af vikunni er næstum því eins erfið 2 viðtöl við Akranesbæ og Virk og svo fer ég til sækó á fimmtudaginn. Ég tek bara 1 klt í einu eins og sagt er.

KV. Hafdís

Engin ummæli: