mánudagur, 15. ágúst 2011

Jæja ég er að reyna að temja mér þolinmæði !

Er búin að komast að því að ég þarf að fá slatta af henni til að meika dagana hérna. Það er búinn að vera óttalegur mánudagur í mér í dag. Byrjaði á að gleyma lyklinum af skápnum mínum hérna þannig að ég missti af vatnsleikfimi á meðan að ég beið eftir manninum með masterinn. Mætti of seint í 2 gönguna vegna þess að sá sem var með fyrirlestur var svo lengi með efnið sitt ( og svitnaði eins og grís á meðan mjög huggó skil ekki afhverju svona menn eru í ljósum skyrtum ) ekki er allt búið enn ..... fór í álafoss og ætlaði að kaupa garn í peysu á Ödduna mína en það var lokað vegna jarðarfarar ! þannig að það var fíluferð ..... þannig að ég hugsaði með mér nú leggst ég í leti og fer að horfa á Army wifes ..... þá næ ég ekki að spila diskinn í tölvunni !!!! þannig að ég ákvað að fara á netið og þá virkaði ekki helv.... pungurinn minn sem skildi. Þannig að ég var nr. 12 í 800-7000. Er loksins komin með þetta í lag. En veit hreinlega ekki hvort að ég eigi að vera þora að fara langt frá herberginu mínu í dag.

Ég átti yndislega helgi. Sissó var að vinna á laugardag en í gær fórum við í bíó á strumpana. Adda Steina var ekki mjög hrifin af Kjartani og Brandi en lét sig samt hafa það að horfa á alla myndina. En þeir voru aðalmálið í myndinni. Hún er bara yndislegust. Lentum svo í umferðarteppu á leiðinni heim vegna roksins á Kjalarnesinu 1 stk. hjólhýsi utanvegar og 1 bíll á veginum þannig að umferðin var ósköp hægt enda sunnudagur og kl. um 17. En heim komumst við að lokum.

Jæja ég ætla að fara hætta þessu
Bið að heilsa kæru vinir.

Engin ummæli: