Skrítnir dagar. Já nú eru eftir 2 vikur á Reykjalundi og mér fannst þetta ekkert líða.
Var að uppgötva það að ég er búin að vera í burtu í 4 mánuði þetta árið svona fyrir utan helgarfríin. Helminginn heima og helminginn á spítala eða Reykjalundi. Þetta hefur verið skrítið tímabil. Og er ennþá svoldið skrítið. Ég er að læra á kvíðann og ég verð að viðurkenna að hann kemur alltaf svo aftan að manni að maður tekur varla eftir honum fyrr en maður er sokkinn í hann. En ég er samt búin að ná hellings árangri síðan að ég byrjaði á Reykjalundi. Er orðin óþreyjufull að fara að klára þetta og takast á við lífið og tilveruna. Það er búin að vera ansi stíf stundaskrá og er eiginlega svoldið skrítið að vera heima í dag og gera þessi daglegu störf. Þó aðalega í þvottahúsinu við vorum nefnilega í tiltektargír í gær og Helga Rós var að taka saman óhreinu fötin sín. Það er ekki gert mjög reglulega þannig að það fyllist alltaf allt niðrí þvottahúsi.
Bið að heilsa að sinni er frekar andlaus þessa dagana
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli