Ég er svoldið eins og undin tuska þessa dagana. Það er búið að vera of mikið að gerast.
Við erum náttúrulega komin á fullt að leita að húsnæði og það gefur kellingunni ýmislegt til að hugsa um.
Stelpuskotturnar eru uppá sitt besta þessa dagana ..... Addan var að gera pitsu með okkur og hellti heilum haug af kryddi á hana ! Mömmunni til mikillrar gleði not ! Helga Rós er farin að selja Tupperware ... ég hélt fyrir að þetta væri grín því að hún er ekki sú húsmóðurslega. En þetta kannski verður til þess. Kvöldið eftir kom hún svo með kettling heim. Sem er búin að vera svoldið mikil umræða um þarsem að við erum ekki að fara bæta á okkur gæludýrum á heimilið.
Enn bíð ég eftir að heyra frá Hvíta bandinu með námskeiðið þannig að það er allt í bið. Átti að byrja um mánaðarmótin. Svona hlutir fara illa í mig að vera ekki búin að heyra í neinum.
Eitt enn ... ég var í ræktinni í síðustu viku og var kölluð upp. Þá hafði lögreglan bakkað á bílinn minn. Já allt getur gerst en það er gott að lenda á svona heiðarlegum löggum. Núna er bíllinn minn á verkstæði og ég á lánsbíl.
Á sunnudaginn féll ég saman .... ég er ekki að höndla þetta allt saman. svefnin er líka aðeins að stríða. Er orðin svo þung uppá morgnanna vegna truxalsins að ég er búin að prufa að sleppa því en só far er það engan vegin að virka. Þannig að ég er extra viðkvæm þessa dagana. Hvæsi á allt og alla.
jæja læt þetta duga. Ætti að koma mér í rúmið þarsem að það er rvk dagur á morgun mér til mikillrar gleði NOT.
KV. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli