Vildi bara óska að við myndum finna íbúð og gætum farið á fullt í að flytja og klára það dæmi. Er svo spennt yfir því að gera breytingar finn að ég þarf á því að halda.
Fór til sækó í gær og hún var mjög ánægð með ástandið á mér. Og leist vel á þessar breytingar sem að við ætlum að gera. En ég bíð enn eftir símtali vegna prógramsins sem að ég er að fara byrja í. Það er fyrir konur 40 + ég rétt slepp :o) og verður 3 sinnum í viku í 6 mán. Þannig að það er nokkuð ljóst að ég er ekki að fara vinna alveg á næstunni. En þá er bara að nýta tímann vel á meðan. Verð að viðurkenna að mig er farið að langa að komast út á vinnumarkaðinn en ég spyr mig samt hvað langar mig að gera .... hm ef að ég bara vissi það. Þarf að komast einhvert sem að er ekki mikið álag og þarsem að er góður starfsandi. Hm... já ætli þetta sé ekki draumur margra í dag.
Set hérna inn myndband að dýrunum okkar að leika sér þau eru óborganleg þegar að þau byrja.
Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli