föstudagur, 14. október 2011

Jæja þá er ég loksins farin að ná almennilegri hvíld á nóttunni þökk sé svefntöflunum og Truxalinu. Ótrúlegt hvað þetta getur skipt máli. Ég er meirað segja farin að ná að prjóna semsé búin að fá eirðina aftur svona að mestu.

Það er búið að vera ýmislegt að gerast hjá okkur við erum að fara flytja á höfuðborgarsvæðið á næstu mánuðum væntanlega. Og er ég á fullu að leita á netinu og býst ég við að þetta gerist hratt þegar að það gerist.

Nú Sissó er á Ísó og kemur í dag þannig að það er búið að vera stelpudagar. Verð að viðurkenna að mér þykir nú betra að hafa hann heima. Sérstaklega eftir að ég fór að taka töflurnar til að sofa því að nú sef ég alla nóttina þannig að ég veit ekki hvort að ég myndi vakna ef að það er eithvað rumska á Öddu en Helga Rós er heima þannig að það bjargar algjörlega.

Á morgun er ég að fara með hana Lúnu mína í klippingu en hún er orðin algera bangsi. Við fórum í heimsókn á Dvalarheimili með konu frá Rauða krossinum og er Lúna orðin heimsóknavinur ásamt mér. Ekkert smá skemmtilegt. Hún náttúrulega var algera stjarna og bræddi alla með hægverku sinni. Þannig að nú styttist í að við förum að fara bara 2. Fyrst þarf hún að fá voðalega fínan og flottan klút merktan Rauða krossinum.

Mér finnst ótrúlegt hvað tíminn flýgur fljótt okt ... meira en hálfnaður og ég verð byrjuð á Hvíta bandinu áður en ég veit af. Verð að viðurkenna að mér hlakkar til.

Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís

Engin ummæli: