Loksins eru martraðirnar á undanhaldi og var nóttin í nótt ein sú besta í mánuð.
Ég er búin að vera nokkuð upptekin þessa vikuna. Á þriðjudaginn fór ég í viðtal niður á Hvíta bandi þarsem að það er búið að setja mig í hóp sem að byrjar í kringum næstu mánaðarmótin. Það verður 3 sinnum í viku í 6 mánuði. Verð að viðurkenna að ég er mjög fegin að það sé eithvað að fara gerast. Einnig verð ég áfram hjá sækó og sála.
Fékk að vita að endurhæfingarlífeyrinn var bara samþykktur í 1 mánuð þannig að nú þarf að sækja um aftur og þá verða nýjar upplýsingar lagðar fram. Vona bara að þeir samþykki 3 mán. Það er ömurlegt að hafa þetta svona hangandi yfir sér.
Ég er búin að næla mér í einhverja kvefpest þannig að núna er ég bara heima og snýti mér og hnerra til skiptis. Dásamlegt hreint. Ég ætlaði að fara með Lúnu í klippingu í dag en er búin að semja við Helgu Rós um að fara fyrir mig. Þannig að það verður bara rólegheit og innivera.
Jæja læt þetta duga að sinni kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli