fimmtudagur, 24. nóvember 2011

Komið að flutning. Við erum semsé komin með íbúð í Tröllakór í Kópavogi þannig að veri þið velkomin í kaffi.

Það gengur svona la la að pakka. Skil bara ekkert hver á allt þetta dót !!!

Nú eru liðnar 3 vikur af 6 mánaðarprógrammi á Hvítabandinu. Þetta er allt saman að koma held ég. En tekur svoldið á. Er ekki frá því að fleiri þyrftu að fara á svona námskeið. Það hafa allir gott af smá naflaskoðun.

Þetta er kettlingur sem að Helga Rós kom með eitt kvöldið sagan var á þá leið að það vantaði pössun fyrir krílið. Þannig að hann fékk að vera .... svo fór nú að kárna gamanið því að kötturinn var komi til að vera. Hann var bara svo sætur .... hún gat ekki annað en tekið hann. Er næstum í þessum töluðu orðum búin að koma honum út. Vona að það gangi eftir. Þannig að ég er 4 sure ekki mamma mánaðarins. En það má ekki endalaust bæta á sig blómum.

Jæja læt þetta duga að sinni. KV. Hafdís næstum Kópavogsbúi aftur

Engin ummæli: