miðvikudagur, 28. desember 2011

Jæja þá er desember senn á enda. Verð að viðurkenna að ég verð mjög fegin þegar að þetta ár er búið.

Flutningarnir tóku vel á hjá mér og endaði ég á spítala í 1 viku. ( þetta árið hef ég samtals verið í 12.5 vikur á spítala og 6 vikur á Reykjalundi ) Ég ætlaði ekki að trúa hvað þetta setti mikið strik í lífið hjá mér. Ennþá er ég frekar langt niðri og er verið að auka 1 lyfið sem að ég er að taka. Vona að það dugi til að koma mér á ról. Svo er bara að krossleggja putta og vona að 2012 verði mér gott ár.

Jólin gengu svona la la .... ég hef aldrei verið eins mikið í náttbuxum og þessi jól. Enda skipun frá doksanum mínum að vera í 1 og 2 gír og ekki meira en það. Ég þakka bara fyrir að hafa náð að halda almennilega haus eftir allt sem á undan er gengið.

Ég er í fríi á Hvíta bandinu eins og er en það byrjar aftur 9 jan. Þangað til verður ósköp rólegt hjá mér.

Bestu fréttirnar sem ég hef fengið þetta árið var að James Taylor er að koma til Íslands 18 maí. Við erum nú þegar búin að tryggja okkur miða þannig að ég hef eithvað til að hlakka til. Kolla ætlar að koma til landsins og fara með okkur. Verður gaman hjá okkur eða hvað.

Áramótunum ætlum við svo að eyða uppá Akranesi með Sigga og fjölskyldu og mömmu og pabba. Verður fínt að skjóta Skaganum upp og skella sér svo heim í Kóp.

Kæru vinir ég óska ykkur Gleðilegs árs og þakka allt hið liðna. Megi árið 2012 verða okkur öllum gjöfult og gott. Kv. Hafdís

Engin ummæli: