Ekki hefur svefninn lagast að neinu ráði ... ég er ennþá vakandi og er búin að reyna að fara 3 uppí rúm í nótt. Tók meiraðsegja 2 sveftöflur sem að virkuðu barasta ekki neitt. Ef að ég vissi ekki betur þá er ég bara að fara í netta maníu. Mig langar að fara taka til og breyta og og og og ...... ef að Sissó bara vissi. Við erum að fara skipta litla rúminu hennar Öddu Steinu út ég er að fara kaupa af Fríðu svart járnrúm svona rómantískt. Held ég. Þannig að ég hef alveg nóg að gera í dag miðavið hvernig ég er búin að vera í nótt. Þarf að ná manninum mínum þegar að hann er vaknaður og sannfæra hann um að það sé alveg nóg að vera með 1 matar og kaffistell. Er orðin leið á yfirfullum skápum af leitaui. Svo er loksins komið að því að fara nota nýja fína hnífapörin sem að okkur áskotnaðist í jólagjöf frá Þýskalandi Óla og co og Signý og Daða.
Svei mér þá mér finnst vera svo mikið vor í lofti ..... það skildi þó ekki vera að við fengum nokkra góða daga svona til að dekra mann og annan.
Við erum með matarboð í dag en mágkona mín og hennar ekta maður og fylgifiskar mæta. Við ætlum nú bara að elda gamaldags pottsteik. Jammí jamm.... Það verður sko stuð. Svo ætlum við að bæta á okkur börnum í nokkra tíma og reka foreldrana í leikhús. Grétan fær svo að lúlla hjá Öddunni sinni ef að allt gengur að óskum. Semsé spennandi.
jæja nóg komið af kyrrsetu þar að fara spá og speklera meira ;o) Manninum mínum til mikillrar gleði þegar að hann vaknar NOT.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli