Kvöldið .... eða ætti ég að segja nóttin.....
Það er búið að vera bölvuð óregla á mér að undanförnu. Ég hef bara ekki náð að rétta mig af.
Mataræðið gengur ekki sem skildi og er ég í pattstöðu eins og er ..... ég bara virðist ekki ná að halda nokkri reglu í neinu þessa dagana. Hrikalega pirrandi.
Á morgun er gamla settið að koma heim frá Grand Canaría og er planið að fara í heimsókn til þeirra á miðvikudaginn. Vó .... 2 í þessum mán og í 2 skiptið þetta árið. Ég er barasta öll að koma til.
Við Helga Rós fórum í þennan fína göngutúr áðan upp hjá Vífilstaðavatni. Yndislegt að koma þangað. Væri alveg til í að búa rétt við vatnið ... þ.e.a.s. nær en ég bý.
Annars er bara allt með kyrrum kjörum hjá mér. Var að byrja að hekla dúlluteppi um helgina veit ekki alveg hver fær það en ég átti garn sem að beið þess að vera notað. Það er í bleikum, brúnum og beige lit. Held að þetta verði bara fínasta teppi þegar að það verður búið hvenær sem að það nú verður.Set inn myndir síðar. Skil ekki að ég er búin að glopra niður nánast allri heklu og prjónaþekkingu minni í veikindum mínum. Það pirrar mig heil ósköp. Núna þarf allt að vera algerlega imbahelt sem að ég tek mér fyrir hendur. Ekki alveg fyrir mig þessa óþolinmóðu.
Bið að heilsa að sinni
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli