mánudagur, 6. febrúar 2012

Jæja þá er ný vinnuvika senn byrjuð og lífið að detta í normið. Ég var svo þreytt eftir helgina að ég sofnaði nánast á Hvíta bandinu í dag. Ótrúlegt.
Ég er búin að vera að hugsa um leiðir til að komast útúr þessum vítahringi mínum. Það verður að vera eithvað sem að ég get haldið mig við og sem gefur mér auka orku. Er að skoða Herbalifið aftur fór á það fyrir 2 árum og komst ágætlega af stað en hætti svo. Langar svo að fara finna til löngunar að gera hluti. Er steingeld þegar að kemur að því að ætla að gera eithvað.
svona eru mínir morgunþannkar þennan daginn.

Engin ummæli: