fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Jæja ég er byrjuð. Er á degi 2 og ætla að nota Herbalifið til að hjálpa mér. Það virkaði ágætlega einu sinni og ég er að vonast til að fá góða næringu. Þarsem að ég er ekki dugleg að borða hollan mat.
Só far só good. Ég er að fara í 10 vikna prógramm þarsem að ég hitti Herbalife dreifingaraðila sem er reyndar hjúkka líka þannig að ég er í góðum höndum. Ég fékk nánast áfall þegar að ég var mæld og ég fór á viktina. Ég er semsé eins og 50 kona í stað 41. Og náttúrulega með alltof hátt allt saman. En það verður ekki svoleiðis lengi.
Ef að einhverjum vantar einhvað úr Herbalife þá erum við dreifingaraðilar þannig að bara að pikka í okkur.
Vinnan á Hvíta bandinu gengur ágætlega. Ég er að komast betur og betur inní þetta. Konurnar sem að ég er með eru yndislegar og verðum við saman þangað til í maí.
Semsé allt í rétta átt. Ég leyfi ykkur að fylgjast með mér. Kv. Hafdís strax orðin léttari í lundu. Þetta er jú ákvörðun og núna er tíminn.

Engin ummæli: