Alveg er merkilegt hvað þunglyndið kemur aftan að manni. Síðasta vika var hræðileg og ég hélt illa haus ég hefði sennilega verið löggð inn á mánudeginum ef að ég hefði ekki verið að missa Sissó vestur á firði í vinnuferð. Það er slæmt þegar að deildin er farin að kalla á mann. En læknirinn minn hélt mér á floti með að hringja í mig daglega það sem út var vikuna. En núna er ég loksins farin að sjá til sólar. Ég er að byrja á nýju lyfi sem að ég vona að muni taka sveiflurnar ennnú meira niður en hefur verið. Það eru búnar að vera alltof margar sveiflur á síðustu vikum og mánuðum. Ég er orðin rosalega þreytt á að ná mér ekki á milli almennilega en það skal takast núna. Hef það á tilfinningunni að fólkið í kringum mann sé farin að afskrifa mann sökum veikindanna og lái ég þeim það ekki.
Helga Rós er í Ameríku og Sissó er í Frakklandi og koma þau bæði heim á miðvikudaginn. Það er fremur fámennt í kotinu en hún Jófríður er hérna hjá okkur Öddu Steinu til mikillrar gleði.
Núna eru 3 tímar eftir af Hvítabandinu fyrir sumarfrí en það verður frí í júlí og svo mætum við galvaskar aftur í ágúst. Ég var að fá myndirnar sem að ég gerði í listmeðferðinni í vetur og ég hef ekki lagt í að skoða þær. Er búin að vera í engum gír til þess en það kemur að því.
Við erum búin að ákveða að láta hana Lúnu frá okkur. Þetta er búin að vera mjög erfið ákvörðun en það eru margir þættir sem að spila inní. Við verðum hérna í 1 ár í viðbót og svo er ekki alveg vitað hvað við gerum. Þannig að ef að einhver veit um gott heimili fyrir hana þá er hægt að hafa samband við mig eða Líney. Betri hund fái þið ekki. Sé fyrir mér að hún væri pottþétt fyrir eldri hjón sem vantar eithvað ..... hún er eins og hugur manns.
Já helling af ákvörðunum. Við Sissó erum búin að vera baslast áfram í hjónalífinu og held ég að veikindin mín séu búin að vera að spila heilmikið inní þetta. En ég er bara ekki frá því að kellan elski kallinn sinn ennþá og hann hefur minnt mig mjög reglulega á að hann elski mig þannig að hvert er vandamáli þá !
Eg fór til Þórhalls miðils um daginn og verð að viðurkenna að hann var ótrúlega magnaður. Hann gaf mér búst og sagði mér að ég yrði að fara velja hvora leiðina ég ætlaði að fara taka, Stíga upp úr veikindunum eða eiga erfið ár frammundan.Mér hrís hugur við tilhugsunina um nokkur ár í viðbót þannig að það er ekki mikið í boði eins og staðan er í dag. Vona bara að nýju lyfin hjálpi mér að koma mér á betri stað. Svoldið erfiður þessi tími árs vegna sumarfría þannig að það er öll lágmarks þjónusta við mann.
En þá er bara um að gera að finna sér eithvað annað til dundurs,
Kæru bloggvinir ég er ekki búin að vera viss hvað ég ætti að gera við þetta blogg mitt en ég tími ekki að eyða því. Því að ég lesið ótrúlegust hluti útúr þessum færslum mínum.
Endilega kommenti þið á og leyfið mér að fylgjast með hverjir eru að lesa ;o)
Góða nótt börnin mín stór og smá megi englar vaka yfir ykkur