þriðjudagur, 12. júní 2012

Ég bara verð að monta mig af stelpunni minni henni Öddu Steinu. Hún er sko að læra að hjóla án hjálpardekkja og gengur rosalega vel hjá henni. Við fórum meirað segja útí Hörðuvallaskóla áðan. Get ekki beðið eftir að við förum að hjóla saman. Verst að Lúna fær þá ekki að fara með.
Ég er ágæt þessa dagana það er samt stutt í þunglyndispúkann sem er viðbúinn að stökkva inn í líf mitt ef að ég leyfi honum það. Já þetta er barátta. Skrítið hvað fólk á erfitt með að skilja þessi veikindi sem að ekki hafa lent í eða þekkja einhvern sem að hefur verið í þessum sporum.
Enn er ég ekkert að prjóna en ég er aðeins að grípa í að hekla dúllur en mér finnst erfitt að einbeita mér að einhverju þessa dagana. Ég er að reyna að lesa en næ ekki að halda mér að verki. Auglýsi hér með eftir smá eirð og þolinmæði.
Helga Rós og Sissó koma á morgun þannig að það verður mikil gleði á heimilinu að fá þau heim.
Ég er að stefna á að taka eitt fag í skólanum í haust. Langar að fara takast á við smá áskorun. Ætli enska verði ekki fyrir valinu hún liggur ágætlega fyrir mér þannig að ef að ég held að ég ætti alveg að massa þetta.
Jæja ég ætla að fara sinna fiðrildinu mínu ... hún stoppar ekki .... nú er verið að bræða klaka í örbylgjuofninum ! Uppátækjasemin í henni endalaust. Hún heldur manni á tánum eins og venjulega.