Vissu þið að það eru 127 dagar framm að jólum?
Og á morgun byrjar litla skottið mitt i skóla. Ekkert smá skrítið að eiga barn á skólaaldri aftur. Það er mikil spenna í gangi en einnig eftirsjá eftir að vera hætt í leikskólanum. En hún mun plumma sig vel ef að ég þekki hana rétt.
Undanfarið hef ég verið að hugleiða hvernig árið hefur verið .... ég er búin að flytja frá Akranes-Kópavogs, yfirstíga alvarlega niðursveiflu í kjölfar flutningana hjá mér, nú svo er ég alltaf að byrja á einhverjum nýjum lyfjum eða hætta, nú síðast í júní og gefur það mér góða von að nú verði niðursveiflurnar færri / vonandi engar, svo hef ég yfirstígið ýmis persónuleg mál sem að ég gef ekki upp hér, klárað gúppuna á Hvíta bandinu en er að fara aftur en í þetta sinn fer ég á dagdeild .... ætli ég hafi ekki fallið í fyrra skíptið :þ það verður að hafa smá húmor í þessu, en svo er ég svo heppin að vera komin með frábært læknateymi sem að sér um mig, Ætla ekki að segja ykkur hvað það er dýrmætt, nú það var reynt að kveikja í gamla húsinu mínu en tókst ekki sem betur fer, ég fór vestur mína fyrstu ferð í langan tíma, hef ekki verið í ferðagírnum sökum veikinda minna, hef áttað mig á því að lífið er ótrúlega dýrmætt en þarf samt að halda áfram að vinna í sálinni hún er svoldið brotin eftir þetta allt saman.
Hvað ætla ég að gera næsta árið.... ég ætla að klára og útskrifast af Hvíta bandinu, fá vinnu aftur og blómastra þar að sjálfsögðu, við flytjum í lok maí hvert er ekki komið í ljós en Skaginn heillar, svo verður það að ráðast hvaða línu lífið tekur hjá mér.
Í prjóna / heklu skapnum er lítið að frétta ..... ég hef ekki verið mjög dugleg aðalega heklað stjörnur en ég er að prjóna 2 dúkkupeysur, hekla Granny square teppi úr Lanett sem ég verð ár og aldir með er að spá í að láta það bara verða dúkkuteppi sökum óþolinmæði !, svo var ég að kaupa garn í kjól sem að ég ætla að gera á hana Öddu Steinu út Wool cotton garni sem að ég er svoldið spennt fyrir akkúrat núna. Ég hélt að ég væri búin en ég er víst að prjóna fína vettlinga líka úr gömlu vettlinga bókinni sem að Heimilisiðnaðarfélagið gaf út fyrir ár og öldum. Meira held ég að sé ekki í gangi hjá mér. Þetta er frekar ólíkt mér að hafa svona margt í gangi.
jedúddamía hvað þetta er orðið ágætt :o) ætla að láta þetta gott heita og fara gera eithvað skynsamlegra við tímann. Kveðja Hafdís