Dúllur sem að ég hef prjónað í sumar. Fékk mér einkatíma hjá henni Heklu Tinnu og vola ! Var svo allveg þokkalega sátt við strekkjunina hjá mér þrátt fyrir að hafa lent í smá brasi með sykurvatnið. Endaði á að nota undanrennu miklu betra.
Annars er lífið bara nokkuð ágætt þessa dagana. Er byrjuð á Hvíta bandinu aftur eftir sumarfrí og það var mjög gott að komast í regluna aftur. Get ekki beðið eftir að þetta byrji á fullt hjá mér.
Adda Steina byrjar í skóla í vikunni og verður spennandi að sjá hvernig það mun verða. Hún er ógurlega ánægð með það oftast en þó koma dagar sem að hún hefði alveg verið til í að vera í leikskólanum áfram.
Ég var að byrja prjóna kjól á Ödduna mína og er voðalega spennt. Hann er úr Wool cotton sem er til í Fjarðarkaup. Þannig að það er mikil spenna í mér. Verst að ég hef aðalega verið í örverkefnum þetta sumarið þarsem að ég byrja á hlutum en næ ekki að klára eða bara missi algjörlega áhugann. Ekki alveg líkt mér.
Ég hef ekkert heyrt meira í vinnunni sem að ég sótti um þannig að ég mun halda mínu striki og bíð bara eftir að eithvað spennandi beri á fjörur mínar.
Jæja læt þetta duga að sinni. Kveðja Hafdís