sunnudagur, 16. september 2012

Ég er búin að eiga í mikillri innri baráttu vegna Reykjalundar. Hluti af mér þráir að taka á mínum málum. En svo er það hluti af mér sem að finnst ég ekki eiga neitt gott skilið. Eins og núna þá vakna ég með martröð og er með algjört ógeð á sjálfri mér. Ég veit að þetta er eithvað sem að ég ekki gat gert að og bla bla bla....
En fortíðin er svört og mér líður rosalega illa með þetta. Þannig að hluti af mér langar til að koma "clean " með þetta en svo er það skömmin. Maður talar ekki um þessa hluti .... er hvíslað í eyrað á mér af samviskunni.
Ég vildi óska að maður gæti valið sér fortíð. Hvað mér myndi líða miklu betur í dag en ég geri.
Ég hef verið að hugsa um samband mitt við hlitt kynið. Ég var orðin líklega 15 ára þegar að ég eignaðist mitt fyrsta kærasta. Það var nágrannastrákur á aldur við mig og við vorum búin að vera vinir eins lengi og ég man eftir mér. Ég treysti honum og þótti rosalega vænt um hann. En ég höndlaði ekki að vera í sambandi og flúði. Fór til Ameríku. Ég man ekki einu sinni hvort að ég sagði honum að ég væri að fara .... en allavegana ég þráði að flýja heimilið mitt því að minn brotamaður var alltaf nærri og minnti mig á fortíðina sí og æ. Allavegna þessi strákur var í huga mér útí Usa og hluti af mér langaði að koma heim en svo var hinn hlutinn sem að fannst gott að vera komin á nýjan stað þarsem að ég þurfti ekki að skammast mín fyrir neitt og ég gat verið frjáls við fortíðina ekkert sem minnti mig á hana. Í dag sé ég eftir að hafa ekki sagt frá í þá daga ... þó ekki væri nema þegar að ég var orðin aðeins eldri.
Eina sönnunin fyrir því að þetta hafi gerst er að einn morguninn kom ég upp með andlitið og hárið allt útúm súkkulaði, nánar tiltekið síríus súkkulaði lengju .... Þórey mundi eftir þessu en enginn annar. Þetta var í fyrsta sinn sem að ég fékk nammi á koddann minn en ekki það síðasta. Ég man eftir tilfinninguni við að vakna svona. Það var svipað og þegar að ég vaknaði eftir að byrja á blæðingar í fyrsta sinn. Skömm .... í þá daga var ekkert verið að ræða þetta við mann og man ég að mér þótti þetta hræðilegt og þegar að mamma kom til mín og kenndi mér tökin á þessu fannst mér skömmin vera algjör. Ég var orðin kona !
En nammið á koddanum var komið til að vera .... og þetta var eins og himnasending því að í þá daga var nú ekki algengt að maður fengi nammi og var það algjört æði að fá svona. Ég hugsa oft ... afhverju fannst mér þetta í lagi ... Ég treysti honum og fannst hann góður við mig. En svo færðist þetta uppá skaftið. Mér var mútað að ég mætti ekki segja frá og ég fengi nammi ef að ég yrði góð. Hvað er hægt að lokka mann á þessum árum.
Ég man þegar að ég kom frá Ameríku að ég gat ekki verið heima. Ég var fljót að fá vinnu í Rvk og leigði mér herberi í bökkunum í Breiðholti og kom heim sem sjaldnast. Því að ég hafi þennan mann yfir mér alltaf þegar að ég kom heim. Afhverju .... vegna þess að hann var háður foreldrum mínum hann kom alltaf upp til að láta stilla klukkuna fyrir sig og þá var alltaf spjallaði og ílengdist það oft á tíðum.
Þegar að Helga Rós var lítil þá man ég þegar að ég kom með hana í fyrsta sinn uppeftir og gisti. Þetta var um jólaleitið. Mér leið vel þangað til að hann kom upp til að láta stilla klukkuna sína. Hann var dolfallinn yfir þessu litla barni mínu. Þá var Helga elsta barnabarnið sem að bjó hérna heima. Þannig að það var mikið látið með hana. En hann kom semsé á hverju kvöldi þegar að ég var þarna og tilfinningin við að láta þennan pervert koma nánægt barninu sínu var ömurleg. Ég var farin að fela mig þegar að hann kom með barnið og vildi ekki koma framm en stundum var kallað á mig en hvað gat ég sagt ... 
 Í dag og þegar að Helga var lítil fannst mér hræðilegt að vita af stelpunum mínum á þessum aldri. Ég er alltaf hrædd um að eithvað svona komi fyrir þær. Þegar að Helga Rós var lítil þá var hún á fósturheimili aðra hvora helgi og líkaði rosalega vel. Fólkið var yndislegt og þetta var mikil pása fyrir mig þarsem að hún fór aldrei til pabba síns á þessum árum. En upp kom mál ... svart að sjálfsögðu ... sonur þeirra hjónanna hafi misnotað barn sem að var hjá þeim. Þannig að það voru nokkur börn send í barnahús til að ganga úr skugga um að þær hafi sloppið. Helga var ein af þeim .... og sem betur fer benti ekkert til þess að henni hafi verið misnotað. En ég man hvernig mér leið sjálfri hvernig sjálfsásakanirnar fóru í gang. Þetta var byrjað aftur.
Sagan mín var að endurtaka sig. Eða í það minnsta minningarnar mínar fóru að láta á sér kræla eftir mörg góð ár í afneitun.
Mér fannst ég aldrei vera góð mamma og efaðist oft um mig sem móðir. Fannst ég aldrei nógu góð og bla bla bla....
Eftir að ég skildi við minn fyrrverandi þá atti ég nokkur góð ár ... með Helgu Rós. Hún var 3 ára þegar að ég skildi og gekk rosalega vel eða þangað til að upp komst um einelti í leikskólanum hennar. Þetta var byrjað. Ætla mátti að það hafi verið búið að vera í einhvern tíma og var hún á síðasta ári fyrir skóla. Þá var lausnin að Þórey tók hana að sér þetta sumar og hún var látin hætta á leikskólanum þarsem að svörin voru fá og var dregið úr eineltinu. Þarna byrjar mín sjálfsásökun á móðurhlutverið. Í kjölfari á þessu þá fór Helga Rós að eiga við þunglyndi og varð mjög þung og erfið í skapi. Ég man að ég reyndi að fá hjálp fyrir hana en hún var þrjóskari en anskotinn þannig að það var ekki auðvelt að gera neitt í þessu. Ég fékk úthlutað tíma með hana hjá sálfræðingi í Rvk sem þótti nú fansí pansí á þeim tíma " 98 ca. En á 3 tíma gafst hún upp .... þetta var virtur sálfræðingur sem að var þekktur fyrir að vinna með börnum. En hún varð að játa sig sigraða, fyrsta barnið sem að hún náði ekki til. Og enga fékk Helga hjálpina. í 6 ára bekk byrjaði þetta aftur og þá var skólinn sem að hafnaði þessum ásökunum .... ástæðan var sú að hún var ekki inná skólalóðinni og því var þetta ekki skólans mál þó að þetta hefði verið í frímínútum. Þarna var mér allri lokið. Enga hjálp að fá. Í kjölfarið af þessu flutti ég suður með hana.... enn einn flótti var byrjaður.
Líf mitt einkennist af flótta ég var alltaf að flýja ef að það var ekki ég sjálf þá var það til að barnið mitt fengi betra líf.
Já þetta eru erfiðar minningar. Stundum held ég að ég hafi efni í heila bók því að það gerðust ótrúlegir hlutir á þessum árum.
Ég man ekki eftir hlutunum öðruvísi en að ég hafi þurft að berjast fyrir mér og mínum. Með kjafti og klóm.
Ég er búin á því eftir þetta .... að rifja upp fer með mig. Mig langar svo til að geta spólað til baka og gert hlutina öðruvísi. Ef að lífið væri ekki svart og hvítt.
Jæja það er komin tími á hvíldina .... i þetta sinn. 




Engin ummæli: