Nú er komin 1.5 vika síðan að ég hætti að taka svefntöflur. Ég er ekkert smá ánægð með það. Það eru þessir litlu sigrar þessa dagana. Ég er líka búin að léttast um 6,5 kg núna á ca. 1,5 mán. Þannig að þetta mjakast allt.
Ég fékk bréf frá Reykjalundi um að koma í undirbúningsnámskeið á mánudaginn vegna offituprógramms. Ég er mjög spennt fyrir þessu. Það var búið að gefa mér ca. ár í bið þannig að það myndi þýða að ég færi á Reykjalund næsta sumar ca. Ég krosslegg putta að ég geti látið þetta rætast hjá mér. Þangað til ætla ég að halda áfram að taka þessi litlu spor. Ég sendi póst á lækninn minn og bað hann að taka svefnlyfin útúr skömmtuninni þannig að þegar ég fer til hennar eftir 1.5 viku þá ætla ég að ræða við hana um að minnka þunglyndislyfin. Það er verið að taka þessi litlu skref allstaðar sem að taka svo óralangan tíma. Eða mér finnst það.
Hvíta bandið gengur vel. Ég er í undirbúningshóp sem þýðir að ég verð þar næstu 3 vikur eða svo og fer svo í daghóp sem að tekur 3 mánuði. Eftir það veit ég ekki hvað tekur við en vonandi verð ég komin í súperdúper form eftir þetta.
Við erum með persakisu til reynslu hjá okkur. Hann er grár með stór augu og hann er ekki klesstur. Hann er allur að koma til. Hann og Snúlli eiga örugglega eftir að verða ágætis vinir eins og málin standa í dag þá er hann ekkert á förum frá okkur.Sem er bara yndislegt.
Annars er ég bara að dúllast við að hekla teppið úr blómunum. Það er rosalega gaman að hekla það. Ég ætla að fara í Álafoss að kaupa mér meira garn á mánudaginn. Þá mun ég einnig ákveða hvaða liti ég ætla að hafa í teppinu. Hvort að það verði lítið eða stórt verður bara að koma í ljós.
Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli