Í dag er bara yndislegur dagur .... var hjá doksanum mínum og er að lækka niður lyfin hjá mér og mun halda áfram í lyfjatröppun á næstunni. Mér finnst þetta frábært skref og vonandi næ ég að minnka eithvað þennan lyfjakokteil sem að ég er á. Svo fékk ég þetta líka fína hrós hvað ég stæði mig vel :o) var líka spurð að því hvort að ég ynni ekki á geðdeildinni ... hehehe ... mér finnst að ég ætti að fara gera það sko. Er farin að þekkja spítalann vel. Ég sem hélt að það stæði utan á mér hvað ég væri að gera þarna.
Þá er afmælishrinan búin hjá skottinu. 3 í afmæli var í gær og gekk rosalega vel. En mikið er ég glöð að það er búið. Ég tilkynnti það að það yrði engin veisla hjá mér. Ég ætla bara að vera sæt og brosa á afmælisdaginn minn. Enda líka á sunnudegi.
Ég er í því að hekla og tengja saman dúlluteppið en það gengur hægt er búin að þurfa að rekja upp heilan helling. En þrjóskan hefur yfirhöndina. Ég skal klára þetta í það minnsta barnateppi :o) ekki það að það sé neitt barn á leiðinni nálægt mér. Ég bara verð að fara klára þetta verkefni svo að ég geti farið í að hekla snjókornin aftur. Get varla haldið á svona lítilli nál nú orðið þannig að það er ekki sjens að hafa þessi verkefni saman.
Á föstudaginn ætla ég að skella mér uppá Skaga ... það er frí í skólanum hjá skottinu mínu og svo var ég svo heppin að fá gjafakort fyrirframm í afmælisgjöf sem að ég ætla nýta svo að ég verði fín og flott á afmælisdaginn. Ætla að fara í lit og vax. Elska að fara í svona dekur. Takk Linda :o)
Jæja ... ég ætla að halda áfram aðeins í teppinu ...
Góða nótt dúllurnar mínar :o)