Er ég latari en latt er eða er ég með frestunaráráttu og fullkomnunaráráttu ?
Er búin að vera að hugsa þetta í dag og er farin að hallast að því síðarnefnda. Ég er nefnilega sífellt að fresta hlutum og mér finnst ég aldrei gera neitt nógu vel sama hvað er. Er að spá í að kynna mér þetta betur og fræðast um úrræði. Sem að ég held að séu aðallega að takast á við vandann með skipulagi og markmiðagerð. Er í tímum í markmiðagerð á Hvíta bandinu og ég er bara ekki að ná þessu. Maður setur hluti á blað sem að maður ætlar sér að gera og á að klára þá fyrir ákveðinn tíma. Ég stend mig að því að gera ekki hlutina fyrr en þeir bíta í rassinn á mér. Sama hvað er. Er tildæmis búin að klára lyfjaskammtinn minn sem að ég á að byrja á nýjum í fyrramálið en nei ... ég sæki það bara á morgun. Ekki að gera í dag það sem ég get mögulega geymt þartil á morgun !
Er líka búin að komast að því að ég er haldin óstjórnlegri fullkomnunaráráttu. Mér finnst oft ekki taka því að byrja á hlutunum nema að ég geti gert þá perfect ! Finn svakalega fyrir þessu til dæmis þegar að ég er að gera handavinnu. Ég byrja á helling af verkum en næ ekki að klára þau því að ég er aldrei nógu ánægð með þetta þannig að það endar oftast með því að ég reki það upp og byrji á einhverju nýju. Arg ... ég er orðin svo pirruð útí sjálfa mig að hálfa væri nóg.
Leiðir til úrbóta er t.d. að gera hlutina en gera þá kannski ekki alveg 100 % miðavið minn mælikvarða ! þetta meikar bara enga sens hjá mér. Finnst betra að sleppa hlutunum alveg en að gera þá svona ... ARG.
Ætla að ræða þetta á morgun í grúppunni 4 sure eða allavegana í markmiðunum ef ekki þá, þá á ég tíma hjá sála í næstu viku. Lengur fresta ég því ekki og hana nú !