Jæja byrjuð á nýju hekl jobbi .... ákvað að hekla dúkkuteppi úr afgöngum. Ég er að spá í að skella mér í stærra verk en lét mig ekki hafa það að þessu sinni en stefni að sjálfsögðu á það. Svo þarf líka að klára þessa blessuðu afganga.
Hérna kemur svo hekluð stjarna sem að ég fann á bloggi hérna til hliðar hjá mér :o) með teikningu og texta.
http://crochet-mania.blogspot.com/2012/09/how-to-make-crochet-snowflake-8.html?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+blogspot%2FKpXz+%28The+Art+of+Crochet+by+Teresa%29
Sissó er kominn vestur eina ferðina enn .... verð að viðurkenna að ég er orðin svoldið þreytt á þessum ferðalögum hans. En nú fer þetta að taka enda með vetrinum. Þá fer hann bara 1 sinni í mán.
Eftir viku á litla skottið mitt 6 ára afmæli. Hún bíður og bíður og það fyrsta sem að hún sagði í morgun ; mamma það eru 7 dagar í afmælið mitt. Dúlluskottið mitt. Hérna er mynd af henni að undirbúa matinn en hún er mjög dugleg við það.
Á mánudaginn hitti ég konurnar úr 40 plús hópnum mínum. Við vorum boðnar í kveðjupartý þarsem að ein okkar er að fara flytja útá land. Það var svo gaman hjá okkur að við ætluðum bara aldrei að stoppa að tala.
Ekki skemmdi fyrir að það var óvænt lesið í bolla fyrir okkur og var mikið hlegið og spunnust miklar umræður um spádóma okkar. Ég er að fara eiga mitt besta ár ever á næsta ári ... þori varla að segja meir svo að þetta rætist nú örugglega ;o) þannig að ég held restinni fyrir mig.
Í kvöld er ég að fara í prjónaklúbb .... jei ... hef ekki hitt þær lengi þannig að það verður gaman hjá okkur.
Á morgun hinsvegar á ég von á góðum gestum ofanaf Skaga :o) þannig að það má segja að það sé nóg að gera hjá mér í social lífinu.
Staðan á mér er bara nokkuð góð þessa dagana. Og er það mikils virði.
Læt þetta duga að sinni kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli