Jæja þá er dagur 3 búinn á Hvíta bandinu. Er búin að komast að því að ég er að fara í heavy vinnu. Hélt að ég væri búin með það besta en svo var ekki. Í dag var ég í sálfræðiviðtali og leir. Það er ótrúlegt hvað það tekur á að vera í þessum viðtölum. 60 mín stripp á viku. Ég var líka í leir... mér finnst það bara svoldið skemmtilegt kemur ótrúlega á óvart. Við ræddum líka svoldið um endurhæfinguna mína. Nú er komið 1 ár síðan að ég byrjaði í henni. Fékk að vita það í dag að ég mætti alveg búast við ca. 24 mán. í viðbót ( miðavið mína sögu þá eru 36 mán eðlilegir ). En þá myndi næstu skref hjá mér að fara í Janus eða Hringsjá. Líst rosalega vel á það sem að þar er. En það er mjög skrítið að hugsa til þess að ég sé ekkert að fara á vinnumarkaðinn á næstunni þ.e.a.s. ef að ég ætla að klára þetta alla leið. Mikið anski... hlýt ég að vera biluð.
Adda Steina byrjaði í skólanum í dag eftir skólafríið og var alveg búin á því. Var sofnuð fyrir kl. 20. Það telst sko nokkuð gott á þessum bæ.
Ég var á dekkjaverkstæðinu í 2 klt. í morgun. Reyndar var verið að smyrja gripinn líka. En mikið ansk... er leiðinlegt að bíða svona. Það vill til að ég var með sjalið sem að ég var að hekla. En ég missti af kennslunni í tækin sem að ég var búin að panta mér í Heilsuborg. Ekkert smá spælandi. Svo þegar að ég var búin á verkstæðinu þá komst ég að því að ég hefði gleymt töskunni heima. Mér var auðsjáanlega ekki ætlað að fara í ræktina í dag.
Jæja læt þetta duga í dag. Kv. Hafdís