laugardagur, 20. október 2012

Játning dagsins .... ég fór ekki að KJÓSA. Ég veit .... ég er glötuð .....

Önnur játning fékk mér nammi og kók light í dag .... ég veit ..... En það vill til að það kemur nýr dagur á morgun og þá vakna ég með bros á vör.

Þreif inná baði sem væri nú ekki frásögu færandi nema ég henti fullum poka af kremum og drasli sem hafði safnast upp .... Helga er svo dugleg að kaupa eithvað sem að hún notar ekki og hvað þá ég Held að það hafi verið 3 eða 4 brúsar af brúnkudrasli ! Til dæmis. Verður gaman að vita hvort að hún taki eftir þessu. Svo er að taka sjampóin fyrir það verður sennilega eithvað álíka. Dásamlegt hreint.... tilfinningin meina ég :)

Þá er það Skaginn á morgun .... Adda Steina er að fara gista hjá ma og pa ... í 2 nætur vegna vetrarfrís þannig að það verður nóg að gera hjá þeim. Ég ætla bara að stunda mitt Hvíta band as usual. Það er sko búið að plana dagana heldur betur ... hún ætlar í klippingu þarsem að toppurinn er kominn niðrí augu svo ætlar hún að fara í bankann með peninginn úr bauknum sínum en þjónustan er náttúrulega best á Skaganum þannig að auðvita fer maður þangað. Svo verður sjálfsagt nóg að gera af öðrum hlutum ... henni leiðist sjaldnast henni Öddu minni.

Hugleiðing dagsins .... Af hverju er nammiþörfin svona hræðilega sterk ! Eða er ég svona veik fyrir því. Hm ... þarf aðeins að hugleiða hvernig ég ætla að breyta mínum lífstíl. Er voðalega rugluð með þetta allt saman.

Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís