Tíminn í dag var ekki eins erfiður eins og í síðustu viku sem betur fer. Ég hreinlega veit ekki hvað á mig stendur veðrið þessa dagana. Svo margt að snúast í hausnum á mér.
Dreif mig í klippingu og litun á mánudaginn svona aðeins til að reyna að lyfta mér upp.
Er búin að vera rosalega ósátt við mig að innan og utan. Er i því þessa dagana að kenna mér um allt sem miður hefur farið á síðustu árum og ég næ ekki að sættast við. Það er svoldið erfitt þegar að maður veit að það makar allt sens að sumum hlutum fær maður ekki breytt en svo er maður svo viss um að ákveðnir hlutir gætu bjargað öllu. Þetta makar örugglega enga sens fyrir þá sem lesa en það er gott að koma þessu frá sér. Hluti af vinnunni minni er að skrifa tilfinninga dagbók. Það verður heilmikil áskorun og án efa mjög erfitt.
Ég er farin að hekla áttblaðarósina úr Þóru heklubók er bara nokkuð sátt við hvernig hún kemur út hjá mér þarf aðeins að æfa mig betur í stífingunni en það kemur allt saman.
Þetta var mín fyrsta. Eins og sjá má þarf ég aðeins að fínisera stífinguna en þær sem að ég er búin að gera núna eru miklu flottari. Þannig að þetta er allt að koma.
Ég er á fullu að reyna að byrja á fleiri snjókornum en ég stranda alltaf á einhverjum smáatriðum ... þeas ég er viss um að það eru smáatriði. Þau trufla mig heil ósköp þannig að ég enda alltaf á því að hekla það sama. Gaf tengdó brúnu kríuna sem að ég var búin að hekla og nokkur snjókorn. Held að hún hafi verið mjög ánægð með þetta. Voðalega gaman að geta gefið svona það sem er gert frá hjartanu.
Jæja læt þetta duga að sinni ... vonandi að risið verði orðið ennnú betra næst þegar að ég skrifa hérna.