miðvikudagur, 9. janúar 2013

Fyrsta færsla ársins er að verða að raunveruleika
Það hefur ýmislegt verið í gangi síðan síðast. Ég heklaði og heklaði fyrir jólin og náði að setja heklustjörnu með jólakortunum þetta árið. Við sendum yfir 60 þannig að það var nóg að gera. Er búin að fá yndislega comment frá þeim sem fengu og er ég óendalega ánægð með það. Alltaf gott að gleðja fólk. Manni líður svo miklu betur á sálinni þannig.
 Ég náði nú að gera rúmar 50 handa mér á jólatréið mitt eins og sjá má hérna fyrir neðan.
Var bara nokkuð sátt við það sko. Enda tók þetta sig einstaklega vel út þó ég segi sjálf frá.

Síðasta mánuðinn hef ég tekið 3 niðursveiflur, eina fyrir jól þarsem að ég fór inná deild í 2 daga til að kúpla mig frá öllu stressinu, Svo á jóladag helltist yfir mig aftur og ég var passlega búin að jafna mig fyrir gamlárskvöldið en þá skunduðum við uppá Skaga til að borða með þeim og mömmu og pabba. Svo 5 jan þá brast þetta á aftur. Verð að viðurkenna að ég var alls ekki undirbúin undir þetta í neitt af þessum skiptum var nefnilega að vanda mig svo rosalega mikið fyrir þessi jól. En þetta sýnir bara hvað ég þoli illa álag. Verð samt að segja að ég er farin að höndla þetta mun betur en að ég gerði. Tilfinningardagbókin hjálpar mér alveg helling að ná aðeins að koma niður á blað hvað fer í gegnum huga manns. Ég er búin að finna 2 blogg sem eru frábær til að fræðast um sjúkdóminn :
http://mybpdstory.wordpress.com/ og http://www.my-borderline-personality-disorder.com/2012/07/open-letter-to-non-bpds-from-those-of.html
Er búin að vera lesa þau og það er svo gott að fá þessa samkennd. Maður er ekki einhver einn sem að er útí horni að berjast við það sama. Það eru margir aðrir og hver með sínum einkennum.
Mæli allavegana með því að þíð kíkið á þetta ef að þið hafið áhuga.
Nú er mánuður eftir hjá mér á Hvíta bandinu. Ég ætla mér að nýta þann tíma vel. Veit að þetta verður búið áður en ég veit af.
 Jæja ég ætla bara að hafa þetta frekar stutt núna. Bið að heilsa að sinni Kveðja Hafdís