Svei mér þá að ég sé ekki komin á beinu brautina aftur. Er búin að vera nokkuð góð núna tæpa viku. 7-9-13.
Varð að viðurkenna fyrir mér að þörf var á svefntöflum því að ég var farin að sofa svo illa á nóttunni. Einnig varð ég að játa mig sigraða og byrja á kvíðatöflum aftur. Smá bakslag en ég stefni á að losna við þetta með vorinu.
Á morgun er vika eftir af Hvíta bandinu. Það er bæði söknuður og léttir. Er farin að fá kvíða af því að fara þangað því að hópurinn breyttist mikið eftir áramót og ég er ekki alveg að ná að tengjast honum. En það er gott að vera í þessari reglu. Það sem tekur við hjá mér 5 vikum seinna er nýtt námskeið sem er fyrir þá sem eru Borderline. Þetta er lokaður hópur sem telur að ég held 12. Hlakka til að takast á við það.
Síðustu vikurnar hef ég verið að loka mig rosalega af. Hluti af því er bakslagið sem að ég tók. Náði ekki að ná mér á milli og svo fóru hátíðarnar ekki vel í mig. Verð auðsjáanlega að athuga þetta fyrir næstu jól.
Nú eru 4 mánuður í flutninga hjá mér. Það eru mjög blendnar tilfinningar hjá mér. Hlakkar til að komast á Skagann og fá garðinn minn en kvíði fyrir flutningunum og allt sem að því fylgir.Ég er snillingur að búa til vandamál úr engu en það er víst partur af þessum veikindum mínum.
Ég hef verið að lesa meira á netinu um Borderline það eru rosalega misvísandi þessar upplýsingar sem að maður fær. Vildi að það væri meira efni um þetta á Íslensku. Finnst líka svo erfitt að efnið er ekki nógu aðgengilegt fyrir ættingja og vini. Vildi að fólkið í kringum mig myndi hafa aðeins meiri áhuga á að kynna sér þetta því að ég þarf jú að fá skilning þegar að ég lendi í mínum dýpstu niðursveiflum. Er t.d. búin að komast að því að ég hræðist að fara útúr húsi á meðan að ég er sem dýpst niðri. Veit ekki uppá hverju ég myndi taka uppá. Er búin að koma því þannig fyrir hérna heima að það er aldrei neitt magn af lyfjum því að ég komst að því að ég get ekki haft þetta nálagt mér í sveiflum. Þetta er eins og segull á mig. Og þegar að ég missi lífslöngunina þá er þetta ansi auðveld leið út. Þannig að maður er að gera allskona uppgötvanir og viðurkenna þær. Það er jú svoldið nýtt og að tala um þetta. Það er rosalega gott að burðast ekki ein með þetta. Finnst ekki lengur tabú að vera að klást við þetta. Þetta eru jú veikindi og maður gerir sitt besta til að komast af á þessum erfiðu stundum.
Handavinnuáhuginn hefur ekki verið neinn síðan fyrir jól. Ég sakna þess en því miður þá hef ég ekki séð neitt sem kveikir nógu mikið til að ég láti vaða. Langar þó að gera teppi úr plötulopa og einbandi eða léttlopa. Kostirnir eru að það kostar ekki hönd og fót að nota lopann. Svo er líka fljótlegt að hekla úr honum.
Jæja læt þetta duga að sinni. Kv. Hafdís