laugardagur, 20. apríl 2013

Við Adda Steina skellum okkur á kynjakattasýningu um daginn hérna eru nokkrar myndir :


Langar í einn svona !



Þessi vika hefur verið skrítin hitti sála 2 sinnum, fór í Geysi og svo er ég búin að vera koma smá ról á allt og ekkert eins og sjá má hérna fyrir neðan :

Svefnin alveg að verða kominn á gott ról. Náði heilum 8 klt svefn síðustu nótt.

Er voðalega þung þessa dagana .... hugsanir koma og fara án þess að ég ræð neitt við neitt.

Adda er búin að vera hjá Ömmu sinni síðustu 2 nætur þetta átti að vera mömmuhelgi en ég var eignlega fegin að hún skildi fá að gista þarsem ástandið á mér er ekki svo frábært. Á morgun verður vormessa í krikjunni þannig að maður skellir sér í messu. Ég er öll að koma til í þessu.

Við Sissó fórum uppá Skaga og fylgdum Ingvari til grafar. Ég stóð mig alveg rosalega vel. Ég átti von á að þetta myndi reynast mér erfitt en ég plummaði mig eins og alltaf. Hvernig stendur á því að ég hef aldrei trú á sjálfri mér ?

Á leiðinni uppá Skaga fór ég í Álafoss og keypti mér garn í pottaleppa og tuskur. Varð litabrjáluð eins og sjá má hérna :


Ætla að hekla svona pottaleppa og svo kannski einhverjar tuskur 


Fyrir þá sem að þekkja mig þá er ég ótrúlega óþolinmóð og af því tilefni er ég búin að gefa sjálfri mér sumargjöf :)


Búin að fá svar með sérstakar húsaleigubætur : Fékk þær. Það er miklu fargi af mér létt. Verð að segja það var búin að mála skrattann á vegginn.

Er byrjuð á teppi fyrir Kollu systir heklað úr léttlopa á heklunál nr. 6. Sé eiginlega framm á að þetta verði eilífðarverkefni gengur nefnilega ekki svo vel.




Semsé bara búin að vera nokkuð busy að undanförnu.

Kveðja Hafdís