föstudagur, 3. maí 2013

Jæja síðasta helgi gekk vel. Við enduðum á Skaganum á föstudeginum og vorum frammá sunnudag. Sissó kom svo á mánudagsnóttu þannig að skottið mitt var hjá mér extra langa helgi. Það gekk ótrúlega vel.

Í dag er dagur 2 þarsem að ég tek ekki róandi töflur. Planið er að hætta með þær núna. Liður í að lækka lyfjakostnaðinn hjá mér. Svo var líka alltaf planið að losna við þær með vorinu. Er búin að vera með þær í 3 mánuði núna og hafa þær hjálpað mér rosalega mikið. Finn mun á mér því miður ekki til góða. Er frekar tæp þegar að kemur að því að hitta fólk. Fór í viðtal í Hringsjá við mann frá Virk í morgun og endaði með tárin í augunum. Þetta var aðeins of mikið fyrir kellu. Einnig barðist hjartað ótt meðan að ég hljóp inní bankann. En ég er ákveðin í að ég ætla að þrauka þetta. Þrái að losna við þessi helv.... lyf.

Í kvöld er planið að fara að hitta gamlar/ungar fyrrum samstarfskonur mínar. Akkúrat núna veit ég ekki hvort að ég geti farið. Líður ekki sem best eftir morgunin. En planið er að hitta þær á Galító uppá Skaga og ætlaði litla skottið mitt að vera hjá mömmu og pabba. Tek stöðuna á mér á eftir.

Vona að ég sé að sigla inní ljúfa helgi. Góða helgi.
Kveðja Hafdís

Engin ummæli: